Aðalfundur GSS 2020
Aðalfundur GSS 2020 var haldinn 30. nóvember. Fundurinn var netfundur að hluta: stjórnin var í skála en aðrir fundarmenn sóttu fundinn með hjálp Teams. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf.
Sigurjón Gestsson var kjörinn heiðursfélagi GSS fyrir áratuga sjálfboðavinnu við gróðursetningu og umhirðu gróðurs á Hlíðarendavelli.
Árið 2020 kom vel út í golfinu, starfið var blómlegt, félögum fjölgaði og fjöldi ferðakylfinga heimsótti Skagafjörð. Félagið varð 50 ára og fagnaði stórafmælinu með ýmsum hætti.
Ekki urðu miklar breytingar á stjórn eða nefndum. Stjórn og nefndir 2021: http://www.gss.is/um-gss/stjornnefndir/
Á fundinum var greint frá endurnýjun samninga milli GSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Einnig var sagt frá afmælisgjöf sveitarfélagsins til kaupa á golfhermi. Nýr golfhermir mun koma sér vel í starfinu, ekki síst við þjálfun barna og unglinga.
Stórn GSS þakkar félögum fyrir gott golfár 2020 og fyrirtækjum fyrir stuðninginn á 50 ára afmælisárinu.
Við hlökkum til starfsins 2021 og bjóðum nýja félaga velkomna.