Anna Karen og Hákon Ingi Norðurlandsmeistarar
Það var flottur hópur frá GSS sem tók þátt í lokamóti Norðurlandsmótaraðarinnar sem fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri fyrr í dag. Það voru þau Alexander Franz Þórðarson, Anna Karen Hjartardóttir, Bjartmar Dagur Þórðarson, Bogi Sigurbjörnsson, Dagbjört Sísí Einarsdóttir, Hákon Ingi Rafnsson og Hildur Heba Einarsdóttir. Keppendur fengu alveg frábært veður eins og á fyrri mótum sumarsins á Sauðárkróki, Dalvík og Ólafsfirði. Keppendur GSS stóðu sig með mikilli prýði að venju en þau sem unnu til verðlauna að þessu sinni voru Alexander Franz sem varð í 3.sæti í flokka 12 ára og yngri, Anna Karen sigraði í flokki 14 ára og yngri og Hákon Ingi varð í 2. sæti í flokki 15-17 ára. Þá fengu þau Bjartmar og Dagbjört Sísí viðurkenningu eins og aðrir þátttakendur í byrjendaflokki.
Þá voru einnig veitt verðlaun í heildarstigakeppni Norðurlandsmótaraðarinnar. Þar sigraði Anna Karen í flokki 14 ára og yngri og Hákon Ingi í flokki 15-17 ára.
Fleiri myndir frá verðlaunaafhendingu er að finna á facebook síðu Golfklúbbs Sauðárkróks og einnig á facebook síðu Norðurlandsmótaraðarinnar.