Arnar Geir og Árný sigurvegarar meistarmóts GSS
Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks fór fram á Hlíðarendavelli 4.-7.júlí s.l.
Alls tóku 37 kylfingar þátt í meistaramóti GSS í mismunandi flokkum. Veðrið lék við kylfinga alla dagana og var keppni jöfn og
spennandi í flestum flokkunum. Klúbbmeistarar Golfklúbbs Sauðárkróks þetta árið eru þau Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson. Árný var þarna að vinna sinn 11 meistaratitil í klúbbnum en Arnar Geir vann sinn fyrsta titil. Mótinu lauk á laugardagskvöldið með verðlaunaafhendingu. Þá voru einnig veitt ýmis aukaverðlaun. Fyrir næst holu á 3. braut á fyrsta keppnisdegi hlaut Thomas Olsen golfkennari verðlaun, á öðrum keppnisdegi varð Aldís Ósk Unnarsdóttir næst holu á 6.braut. Á þriðja keppnisdegi varð Ingvar Guðnason næstur holu á 9.braut eftir 2.högg. Síðustu aukaverðlaunin hlaut Sigríður Elín Þórðardóttir með flesta punkta án forgjafar á þremur bestu hringjum í mótinu.
Úrslit í öllum flokkum urðu þessi:
Meistaraflokkur karla: | |
1. Arnar Geir Hjartarson | 321 högg |
2. Jóhann Örn Bjarkason | 327 högg |
3. Oddur Valsson | 329 högg |
Meistaraflokkur kvenna: | |
1. Árný Lilja Árnadóttir | 339 högg |
2. Sigríður Elín Þórðardóttir | 346 högg |
3. Sigríður Eygló Unnarsdóttir | 362 högg |
1.flokkur karla: | |
1. Elvar Ingi Hjartarson | 336 högg |
2. Hlynur Freyr Einarsson | 357 högg |
3. Rafn Ingi Rafnsson | 362 högg |
3.flokkur karla: | |
1. Sævar Steingrímsson | 388 högg |
2. Unnar Rafn Ingvarsson | 391 högg |
3. Bjarni Jónasson | 392 högg |
Öldungaflokkur karla: | |
1. Haraldur Friðriksson | 263 högg |
2. Einar Einarsson | 265 högg |
3. Ásgeir Björgvin Einarsson | 266 högg |