Author: Stjórn GSS

Opið á 1 – 8

Vallarstjóri hefur opnað inn á sumarflatir á fyrstu brautunum. Braut 9 er lokuð, en í staðinn má slá af gula teignum á 9. niður á 5. flöt (passa bara umferð á fimmtu braut). Varateigar (vetrarteigar) eru á nokkrum brautum. Kerrur er leyfðar.

Gangið vel um völlinn, færið bolta af blautum svæðum, lagið kylfuför á brautum og boltaför á flötum. Enginn ætti að spila á vellinum nema hafa flatargaffal í pokanum/vasanum til að laga boltaför. Góð regla er að laga eigið boltafar, finna annað boltafar og gera við það líka.

Categories: Óflokkað

Nýliðar velkomnir

5 vikna nýliðanámskeið hefst 31. maí. Námskeiðið hefur slegið í gegn undanfarin ár. Kennt er síðdegis mánudaga og fimmtudaga.

Aðild að GSS er innifalin í námskeiðsgjaldi. Þátttakendur fá gjaldfrjálsan aðgang að Hlíðarendavelli og verulegan afslátt á velli um land allt. Kynning á hermi er hluti af námskeiði ásamt mörgu öðru. Fjöldi viðburða er í boði að loknu námskeiði. Áhersla er lögð á að taka vel á móti nýliðum og gera þeim kleift að stunda golf sér til ánægju og heilsubótar.

Námskeiðsgjald (árgjald nýliða) er 41.000 fyrir einstakling en 64.000 fyrir par. Við lánum kylfur á námskeiðinu ef þarf.

Nánar auglýst þegar nær dregur. Skráning og nánari upplýsingar hjá Dagbjörtu Rós Hermundsdóttur, formanni nýliðanefndar: dagbjort79@live.com

Categories: Óflokkað