Author: Stjórn GSS

Golf næstu vikur

Vakin er athygli á tilkynningu viðbragðshóps GSÍ um golfiðkun frá 25. mars:
https://www.golf.is/tilkynning-vidbragdshops-gsi-fimmtudaginn-25-mars-2021/

Á fundi stjórnar GSS þann 25. mars var eftirfarandi ákveðið: Golfiðkun er heimil samkvæmt ofangreindum tilmælum frá GSÍ, ásamt eftirfarandi skilyrðum GSS:

Golfhermirinn er opinn. Hámark 4 mega spila í hermi í einu og skilyrði er að allir kylfingar bóki tíma í golfbox. Aðeins einn úr hópnum má snerta tölvumúsina og sótthreinsa þarf músina, lyklaborð og aðra snertifleti eftir tíma. Ekki snerta skjáinn. Allir leikmenn verða að spritta sig fyrir og eftir leik.

Hámark 4 mega vera í púttaðstöðu. Þeir þurfa að skrá sig á skráningarblað á skrifborði. Spritta þarf alla snertifleti að lokinni æfingu, þ.m.t. flaggstangir.

Hlíðarendavöllur er lokaður. Það er vegna ástands vallarins.
Kylfingar mega æfa á æfingasvæðinu með eigin boltum. Boltavél er lokuð.

Tilkynnt verður á FB síðu barna- og unglingastarfs þegar æfingar barna og unglinga hefjast aftur.

Farið varlega og passið upp á páskakúluna.

Stjórn GSS

Categories: Óflokkað

Æfingar GSS

Áður auglýstar æfingar barna og unglinga föstudaginn 26.3 falla niður.
Nánar á FB síðu barna og unglingastarfs,

Categories: Óflokkað