Author: Golfklúbbur
Gjaldskrá 2025

Kæru golfarar
Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu árin.
Á síðasta aðalfundi GSS, sem haldinn var þann 25 nóvember 2024, var eftirfarandi samþykkt hvað varðar félagsgjöld, inneign í sjoppu og innheimtu þessara gjalda. Engar breytingar eru frá fyrra ári, Innheimt verður með 5 jöfnum greiðslum (greiðsluseðlum) sem kom í heimabanka félaga.
Félagsgjöld
Fjölskyldugjald – kr. 132.500 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000, hver greiðsla 26.500 kr.
Hjónagjald – kr. 115.000 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000, hver greiðsla 23.000 kr.
Hjónagjald 67 og eldri – kr. 88.750 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000, hver greiðsla 17.750 kr.
Einstaklingsgjald – kr. 75.000 – Innifalið inneign í sjoppu kr. 5.000, hver greiðsla 15.000 kr.
Einstaklingsgjald 67 ára og eldri – kr. 57.500 – Innifalið inneign í sjoppu kr. 5.000, hver greiðsla 11.500 kr.
17-26 ára – kr. 38.500. Hver greiðsla 7.700 kr.
13-16 ára – kr. 31.500. Er ekki innheimt með greiðsluseðlum
12 ára og yngri – kr. 24.500. Er ekki innheimt með greiðsluseðlum
Byrjendagjald fjölskyldu – kr. 83.500 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000. Hver greiðsla 16.700 kr.
Byrjendagjald hjóna – kr. 73.000 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000. Hver greiðsla 14.600 kr.
Byrjendagjald einstaklings – kr. 47.000 – Innifalið inneign í sjoppu kr. 5.000. Hver greiðsla 9.400 kr.
Aukaaðild að klúbbnum:
Hjónagjald – kr. 73.000 – Innifalið inneign í sjoppu 2 x kr. 5.000. Hver greiðsla 14.600 kr.
Einstaklingsgjald – kr. 47.000 – Innifalið inneign í sjoppu kr. 5.000. Hver greiðsla 9.400 kr.
Innheimta
Ef einhver félagsmaður er ekki með heimabanka eða af einhverjum ástæðum hefur ekki fengið greiðsluseðil þá endilega hafið samband við undirritaðann, einnig ef félagsmaður telur að greiðsluseðillinn sé rangur eða svo ólíklega skyldi vilja til að viðkomandi ætli ekki að greiða.
Reikningar (kvittanir) fyrir greiðslu félagsgjalda verða gefnar út til þeirra sem þess óska í lok maí eða þegar gjöldin hafa verið greidd að fullu.
Vegna framangreindra breytinga óskum við eftir því að þið látið okkur vita sem fyrst ef þið ætlið ekki að vera með á árinu 2024.
Mjög fljótlega verða fyrsu greiðsluseðlarnir sendir út. Við biðjum félagsmenn um að yfirfara greiðsluseðlana þegar þar að kemur og kanna hvort að fjárhæð greiðslunnar er 1/5 af heildarfélagsgjöldum viðkomandi.
Innheimta fjölskyldugjalds/hjónagjalds verður innheimt hjá elsta fjölskyldumeðlim nema óskað sé eftir öðru fyrirkomulagi.
Með golfkveðju
Kristján Jónasson gjaldkeri GSS
gjaldkeri@gss.is
Arnar Geir og félagar á lokamóti NAIA mótaraðarinnar í Arizona.
Þessa vikuna eru Arnar Geir og félagar hans í Missouri Valley College að spila á lokamóti/landskeppni NAIA háskólamótaraðarinnar sem þeir unnu sér þátttökurétt í lok apríl. Mótið er leikið í Arizona, nánar tiltekið á Las Sendas Golf Club. https://www.lassendas.com. Þetta er lokamót mótaraðarinnar þar sem þau lið sem unnu sínar deildir víðsvegar um Bandaríkin koma saman. 30 lið eru mætt til leiks með 150 leikmenn auk 6 einstaklinga sem unnu sér keppnisrétt. Þeir hefja leik í dag þriðjudag kl.13:50 að staðartíma eða 20:50 að íslenskum tíma. Byrjað verður á að leika 36 holur þriðjudag og miðvikudag en síðan verður skorið niður og 17 bestu liðin klára mótið á fimmtudag og föstudag. Umhverfið er allt mjög sérstakt þar sem völlurinn er eiginlega í eyðimörk og vissara að halda sig á brautinni þar sem röffið samanstendur af sandi, grjóti, kaktusum og snákum !! Hægt er að fylgjast með stöðunni á þessum hlekk: http://results.golfstat.com/public/leaderboards/gsnav.cfm?pg=player&tid=18141&fbclid=IwAR1WZxgcNpoc6sc9rqGVR7BF2kxX6IJqOsOROsuI7VeRAPTp-hK-ouwt3mI
