Author: Golfklúbbur

Sveitakeppni GSÍ

Næstu helgi fer fram Sveitakeppni GSÍ og verður keppt hér á Hlíðarendavelli í fjórðu deild karla. Karlasveit GSS keppir á Sauðárkróki en konurnar keppa í 1. deild í Leirunni suður með sjó.

Vakin er athygli á að golfvöllurinn er lokaður fyrir spil á föstudaginn 16 ágúst til klukkan 14:00 sunnudaginn 18. ágúst. Allir eru hins vegar velkomnir á völlinn að horfa á skemmtilega keppni.

Bendum við á vinavelli okkar á Norðurlandi fyrir golfþyrsta.

Stjórnin

Categories: Óflokkað

Háir og lágir – allir með

Nú fer að síga á seinni hluta sumars og mótum að fækka. Næsta laugardag verður haldið stórskemmtilegt mót þar sem keppt verður í tveimur flokkum. Annars vegar fyrir þá sem eru með 18,5 og hærri forgjöf og hins vegar kylfinga með lægri forgjöf. Þeir sem eru að byrja í golfi geta því keppt við þá bestu á sama grundvelli. Skráning er á www.golf.is

Categories: Óflokkað

Golfkylfur frá Titleist og Ping

Vegna samninga við birgja getum GSS nú boðið golfkylfur frá Titleist og Ping á verði sem er sambærilegt eða lægra en þekkist í golfbúðum í Reykjavík. Nú er hægt að prufa Ping I-25 kylfur. Ping driver og Ping kvennakylfur með því að hafa samband við Elvar Inga Hjartarson, sem mun sjá um að halda utan um lán á kylfunum.

 

Categories: Óflokkað