Author: Golfklúbbur

Karlasveit GSS í 3. sæti. Kvennasveitin númer 7.

Sveitakeppni GSÍ er nú lokið. Karlasveit GSS keppti í fjórðu deild, sem fram fór á Sauðárkróki. Eftir harða baráttu sigraði sveit Dalvíkinga, Selfyssingar urðu í öðru sæti en sveit Sauðárkróks í því þriðja. Dalvíkingar og sveit Golfklúbbs Selfoss keppa því í þriðju deild að ári en Sauðkrækingar verða áfram í fjórðu deild. Viðureign GSS og Selfoss féll ekki með okkar mönnum en okkar menn stóðu sig með mikilli prýði og luku gestir lofsorði á Hlíðarendavöll og framkvæmd mótsins. Úrslit urðu annars þessi.

Sigursveit Dalvíkinga í Sveitakeppni GSÍ 4. deild.

1.  Golfklúbbur Dalvíkur

2.  Golfklúbbur Selfoss

3. Golfklúbbur Sauðárkróks

4. Golfklúbbur Bakkakots

5. Golfklúbburinn Geysir

6. Golfklúbbur Þorlákshafnar

7. Golfklúbburinn Þverá (fellur í 5. deild)

8. Golfklúbburinn Sandgerði (fellur í 5. deild)

 

Sveit Selfoss í 2. sæti

 

 

Kvennasveitin keppti í efstu deild og atti þar kappi við bestu kvenkylfinga landsins. Þrátt fyrir sigur í síðustu umferð gegn Golfklúbbinum Oddi endaði sveitin í 7. sæti og féll í aðra deild. Stelpurnar stóðu sig með prýði og þurfa ekki að bæta sig mikið til að halda sér meðalþeirra bestu.

Til gamans má geta að fjöldi mynda frá sveitakeppninni á Hlíðarendavelli er að finna á facebook hóp sem heitir „Golfmyndir GSS“ – hvetjum alla til að skoða þær.

Categories: Fréttir

Lið GSS í sveitakeppni GSÍ

Liðskipan sveita GSS fyrir næstu helgi hafa nú verið birt.

1. deild kvenna keppir hjá Golfklúbbi Suðurnesja

Aldís Ósk Unnarsdóttir

Árný Lilja Árnadóttir

Dagbjört Hermundardóttir

Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir

Matthildur Kemp Guðnadóttir

Ragnheiður Matthíasdóttir

Sigríður Eygló Unnarsdóttir

Sigríður Elín Þórðardóttir

Liðsstjóri: Margrét Stefánsdóttir

4 deild karla. Sveit GSS keppir á heimavelli.

Arnar Geir Hjartarson

Brynjar Guðmundsson

Elvar Ingi Hjartarson

Ingvi Þór Óskarsson

Jóhann Bjarkason

Oddur Valsson

Liðsstjóri: Jóhann Bjarkason

Categories: Fréttir

Sveitakeppni GSÍ

Næstu helgi fer fram Sveitakeppni GSÍ og verður keppt hér á Hlíðarendavelli í fjórðu deild karla. Karlasveit GSS keppir á Sauðárkróki en konurnar keppa í 1. deild í Leirunni suður með sjó.

Vakin er athygli á að golfvöllurinn er lokaður fyrir spil á föstudaginn 16 ágúst til klukkan 14:00 sunnudaginn 18. ágúst. Allir eru hins vegar velkomnir á völlinn að horfa á skemmtilega keppni.

Bendum við á vinavelli okkar á Norðurlandi fyrir golfþyrsta.

Stjórnin

Categories: Fréttir