Author: Golfklúbbur

Þakkir til kleinusala

Margir lögðu hönd á plóg við kleinusölu til styrktar unglingastarfi GSS nú á sunnudaginn. Margir foreldrar eyddu morgninum í að  fletja út, búa til kleinur og steikja. Bestu þakkir til þeirra allra sem og  til allra ungu golfarana sem þeystu út um allan bæ og seldu kleinur með dyggri aðstoð bílstjóra og aðstoðarfólks.

Enn er dálítið af kleinum eftir og hægt er að setja sig í samband við Hjört Geirmundsson eða tala við afgreiðslufólk í golfskálanum.

Categories: Fréttir

Vallarstarfsmenn eiga réttinn!

Vallarstarfsmenn hafa forgang!

Að gefnu tilefni þá viljum við brýna fyrir golfurum að VALLARSTARFSMENN EIGA ALLTAF RÉTTINN Á VELLINUM.
Nokkur tilvik hafa komið upp þar sem slegið hefur verið að og á vallarstarfsmenn og vélar sem þeir hafa yfir að ráða. Þetta er stranglega bannað og stórhættulegt – er í raun ótrúlegt að benda þurfi kylfingum á þetta.
Því er það ítrekað við kylfinga að vallarstarfsmenn á Hlíðarenda hafa forgang á golfvellinum og æfingasvæði félagsins. Kylfingar þurfa að sýna þolinmæði og þurfa að gæta þess að starfsmaðurinn/-mennirnir hafi tekið eftir viðkomandi kylfingi og fært sig þá þannig að honum sé kleift að slá svo sem minnst hætta skapist.

Categories: Fréttir

Kvennamótið á morgun

Fjöldi kvenna er skráður á Opna kvennamót GSS, sem haldið verður á morgun laugardag. Enn eru þó nokkur sæti laus fyrir áhugasamar konur. Veðurspáin er þokkaleg. Þótt búast megi við smávægilegri rigningu ætti vindur að vera hægur.

Skráning er á www.golf.is

Categories: Fréttir