Author: Golfklúbbur

Kvennamótið á morgun

Fjöldi kvenna er skráður á Opna kvennamót GSS, sem haldið verður á morgun laugardag. Enn eru þó nokkur sæti laus fyrir áhugasamar konur. Veðurspáin er þokkaleg. Þótt búast megi við smávægilegri rigningu ætti vindur að vera hægur.

Skráning er á www.golf.is

Categories: Óflokkað

Golfkennsla hjá Mark Irving

Vakin er athygli á að Mark Irving býður upp á stutt námskeið á fimmtudag og laugardag. Einnig er vakin athygli á að Mark býður upp á kennslu eftir verðskrá sem er birt hér að neðan:

Örnámskeið

Komdu og láttu Mark Irving skoða sveifluna þína

Allir velkomnir á eftirfarandi tímum.

Fimmtudagur   4.7.  19.00  á æfingasvæðinu 

Laugardagur     6.7.  11.00  á æfingasvæðinu

Verð: 1000,- á mann. 1 fata af boltum innifalin.

Engin skráning. Bara að mæta

Mark  Simi: 6617827

progolf@sport.dk

 

Golfkennsla sumarið 2013
Mark Irving golfkennari

 

Verðlisti

 25. mín 3000 krónur                  5 skipti á 14.000,-

45 mín 5000  krónur                  5 skipti á 23.000,-

(ath tveir geta skipt með sér 45. mín. tíma)

 Vídeogreining 60. mín á 7000 krónur.

Kennsla í stutta spilinu og að leika úr glompum. 60 mín 7000 krónur.

Spilað og kennt. Gengnar 9 holur (2 klst) Hámark tveir nemendur 12.000,-

Byrjendanámskeið

Sveiflan – stutta spilið – leikið úr glompum og pútt

Verð 8000,- á mann miðað við 5 klst. kennslu, sem skiptist á nokkra daga.  Hámark 6 í hverju námskeiði.

(einnig mögulegt að færri geti tekið slíkt námskeið)

 

Hægt er að panta tíma hjá Mark í síma 661 7827 eða í netfanginu  Einnig er hægt að hafa samband við golfskála og hringja í síma 453 5075 eða í netfanginu progolf@sport.dk

Categories: Óflokkað

Úrslit í Jónsmessumóti

Jónsmessugleði GSS fór fram með pompi og prakt á Hlíðarendavelli á að kveldi sumarsólstöðudags þann 21. júní 2013 (sem voru nákvæmlega kl. 05.04 í ár að staðartíma),  þremur dögum fyrir Jónsmessu sem er fæðingarhátíð Jóhannesar skírara. Ekki er vitað til að sá Jói hafi verið skýrari í golfi en t.d. Gestur Sigurjónsson, sem bar sigur úr býtum  og hreppti til varðveislu hinn eftirsótta Jónsmessupela. Fær hann nafn sitt letrað á gripinn en verður að skila honum að ári átöppuðum. Gestur þurfti ásamt öðrum keppendum að leysa nokkrar snúnar þrautir auk þess að koma kúlunni í holur sem voru ævintýralega staðsettar. T.d. að slá teighögg með pútter á þriðju, með örvhentri kylfu á fimmtu og með bundið fyrir augu á áttundu. Þessar þrautir leysti Gestur snilldarlega. Ágreiningur var vakinn upp frammi fyrir dómara í mótslok um verðlaunaafhendinguna þar sem tilkynnt hafði verið  var í byrjun að enginn gestur gæti hreppt pelann góða. Dómari blés á þetta andóf og vitnaði í hið fornkveðna að glöggt sé Gests golfið.

Categories: Óflokkað