Author: Golfklúbbur

Örnámskeið hjá golfkennara

Mark Irving býður upp á örnámskeið í golfi á æfingarsvæðinu þrisvar sinnum í næstu viku. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og láta kíkja á sveifluna. Þá eru lausir tímar í golfkennslu og í byrjendanámskeið sem hefst n.k. mánudag.

 Komdu og láttu Mark Irving skoða sveifluna þína.

 Allir velkomnir á eftirfarandi tímum.

Sunnudagur 23.6. 10.00  á æfingasvæðinu

þriðjudagur 25.6  19.00  á æfingasvæðinu

Fimmtudagur 27.6   19.00 á æfingarsvæðinu

Verð: 1000,- á mann. 1 fata af boltum innifalin.

Engin skráning. Bara að mæta.

Sjámst

Mark 

 Sími. 6617827

Categories: Fréttir

Úrslit á öðru Ólafshúsmótinu. Friðrik um helgina

Arnar Geir Hjartarson lék best 34 keppenda á mótinu en hann spilaði á 76 höggum og sigraði í punktakeppni án forgjafar með 32 punkta. Í punktakeppni með forgjöf urðu efstir og jafnir Hlynur Freyr Einarsson og Jónas Kristjánsson en þeir fengu 37 punkta.

Næstu helgi fer fram Friðrksmótið, sem haldið er árlega til minningar um Friðrik Jens Friðriksson héraðslækni, sem var heiðursfélagi klúbbsins. Mótið er öllum opið og skráning á www.golf.is

Categories: Fréttir

Kynningar- og reglukvöld á fimmtudaginn

Samhliða lokum á fyrsta nýliðanámskeiðinu verður haldið kynningarkvöld í Golfskálanum að Hlíðarenda þar sem farið verður yfir starfsemi klúbbsins. Skráningu á golf.is og fleiri atriði sem snúa að því að byrja í golfi. Einnig verður farið yfir helstu golfreglur og farið út á völl með þá sem voru á nýliðanámskeiðinu en aðrir byrjendur og nýliðar eru einnig velkomnir.

Kynningarkvöldið hefst kl. 19:00 fimmtudaginn 13. júní.

Categories: Fréttir