Author: Golfklúbbur

Mótaská

Drög að mótaskrá GSS fyrir árið 2017 liggur nú fyrir á vefnum www.golf.is Athygli er vakin á því að um drög er að ræða og því geta orðið nokkrar breytingar þegar nær dregur.

Mótanefnd

 

Reglugerð um Kaffi Króks mótaröðina:

Punktakeppni með og án forgjafar:
Tíu stök mót: Tuttugu gjafabréf frá Kaffi krók hvert að verðmæti kr. 5000.- Sami einstaklingur getur ekki unnið til verðlauna bæði í punktakeppni með forgjöf og án forgjafar í sama mótinu, ef slíkt hendir vinnur sá/sú sem er í öðru sæti með forgjöf. Ef tveir eða fleiri keppendur eru jafnir í efsta sæti í punktakeppni án forgjafar gildir besta skor á holum 10-18. Ef enn er jafnt gildir besta skor á holum 13-18 ef enn er jafnt gildir besta skor á holum 16-18 og ef enn er jafnt gildir besta skor á 18 holu ef enn er jafnt er skorið úr um sigurvegara með því að varpa hlutkesti. Ef tveir eða fleiri keppendur eru jafnir í efsta sæti í punktakeppni með forgjöf gildir röð keppenda samkvæmt niðurstöðu reikniforrits GSÍ sem notað er við úrvinnslu punktamóta með forgjöf.
Samtals árangur sex móta: Tvö gjafabréf frá Kaffi Krók að verðmæti 10.000. Sami einstaklingur getur ekki unnið til verðlauna í punktakeppni með forgjöf og án forgjafar. Vinningur færist á annað sæti með forgjöf. Bestur samanlagður árangur (flestir punktar) keppanda úr sjö mótum. Ef tveir eða fleiri keppendur eru jafnir í punktakeppni með og án forgjafar vinnur sá/sú sem hefur unnið fleiri mót. Ef enn er jafnt gildir hærri meðaltals árangur úr öllum Kaffi króks-mótum sem viðkomandi hefur tekið þátt í. Ef enn er jafnt er varpað hlutkesti.
Besta hola: HÖGGLEIKUR MEÐ FORGJÖF.
Eftir hvert mót getur keppandi valið að skrá 1, 2, 3 eða 4 holur sem ,,besta hola“. Keppandi þarf að taka þátt í minnst í fimm mótum til að ná að skrá skor á 18 holur.
Keppandi merkir skýrt og greinilega með stóru B við holu sem valin er ,,besta hola“ áður en skorkorti er skilað til mótanefndar. Merkir síðan á kortið sem staðsett er í sal klúbbhússins.
Ekki er leyfilegt að breyta vali á ,,bestu holu“ eftir að móti hefur verið lokað í kerfi GSÍ eða eftir að leikmaður hefur skráð holur á kortið. Rétt er að árétta að 1 hola er 1 hola og 10 hola er 10 hola o.s.frv. Sem þýðir að óheimilt er að skrá skor á 1 holu sem skor á 10 holu á skorkortið ,,Besta hola“.
Gjafabréf að verðmæti kr. 12.000.
Mótsgjald: GSS félagar kr.1500.- stakt mót. Afsláttarkort kr. 10.000 (tíu mót). Gestir greiða vallargjald samkvæmt gjaldskrá GSS 2017.
Mótanefnd áskilur sér rétt til að breyta fyrirkomulagi Kaffi króks-mótaraðar ef þurfa þykir.

Categories: Óflokkað

Golfmót í golfherminum

Golfmót í herminum – uppfært

Mótið fer fram dagana 22-24 febrúar 2013.

Leiknar verð 18 holur á Beacon Ridge vellinum (í Eagle stroke).

 

Konur og öldungar leika af rauðum teigum en karlar af bláum.

Leikfyrirkomulag er höggleikur með forgjöf.  Miðað er við grunnforgjöf leikmanns og hækkar aukastafur ,5 og hærra  leikforgjöf upp í næstu heilu tölu en ,4 og lægra lækkar leikforgjöf niður í næstu heilu tölu.

Gert er ráð fyrir að þrír leiki saman í einu og hvert holl hafi þrjá tíma til að leika 18 holur.

Skráning mótið fer fram að Borgarflöt 2 eða hjá Muggi í síma 891-6244 og geta keppendur valið leiktíma miðað við það sem hér kemur á eftir:

Föstudaginn 22. febrúar munu 4 holl spila,  kl. 13, 16, 19 og 22.

Laugardaginn 23. febrúar munu 5 holl spila, kl. 9, 12, 15, 18 og 21.

Sunnudaginn 24. febrúar munu 2 holl spila, kl. 9 og 12.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 33.

Keppendur skulu sjálfir færa skorkort, skráð af skjánum, og fá þeir það í hendur áður en leikur hefst. Að leik loknum kvitta leikmenn undir.

Komi það fyrir á meðan að leik stendur að tölvan frjósi eða geri annan óskunda er hægt að byrja upp á nýtt, fara í „new hole“ og hefja aftur leik á þeirri holu sem óhappið átti sér stað á. Þá kemur sér vel að hafa handfært skorið á skorkort þar sem skorið í tölvunni er væntanlega glatað.

Verðlaunaafhending verður í mótslok á sunnudeginum.

Veitt verða ein veðlaunin. Styrktaraðili mótsins er Hlíðarkaup.

Categories: Óflokkað