Author: Golfklúbbur

Vodafone open á laugardaginn. Skráningu lýkur kl 19:00 í dag.

Þegar hafa tæplega 50 manns skráð sig til keppni í Opna Vodafone mótinu, sem haldið er með tilstyrk Vodafone og Rafsjár á Sauðárkróki. Mótið er hluti af hinni svokölluðu Norðvesturþrennu, sem er mótaröð haldin á Norðvesturlandi. Öllum er þó heimil þátttaka. Góð verðlaun eru í boði, bæði fyrir höggleik karla og kvenna og eins punktakeppni.

Categories: Fréttir

Góð þátttaka á mótum sumarsins

Góð þátttaka hefur verið í golfmótum sumarsins hjá GSS og ágætur árangur náðst. Um 55 manns spiluðu í opna Steinullarmótinu mótinu sem fram fór 20. júlí og nokkrir í viðbót spiluðu daginn eftir í British open comes to Sauðárkrókur. Framundan eru mót næstu helgar. Hlíðarkaupsmótið verður næsta laugardag, þar sem ræst verður út í öllum hollum klukkan 10:00. Veðurspáin er fín og um að gera að skrá sig á www.golf.is

Categories: Fréttir

Icelandair golfers á laugardaginn

Eitt af stórmótum sumarsins fer fram að Hlíðarenda á laugardaginn, Opna Icelandair golfers mótið. Hvetum við sem flesta til að skrá sig sem allra fyrst, enn eru lausir rástímar. Góð verðlaun eru í boði Icelandair Golfers, gjafabréf af ýmsu tagi. Skráning og nánari upplýsingar eru á www.golf.is

Categories: Fréttir