Næstkomandi fimmtudag kl. 17:30 verður vinnudagur á Hlíðarenda og er ætlunin að þrífa skálann og leggja hellur fyrir framan hann. Við hvetjum sem flesta félaga til að mæta og hjálpa til – kaffi og nýbakaðar vöfflur handa vinnufólkinu.
Síðasta vetrardag var gengið frá ráðningu golfþjálfara hjá GSS fyrir sumarið 2014. Hlynur Þór Haraldsson PGA þjálfari og Pétur Friðjónsson formaður GSS skrifuðu undir samning í blíðskaparveðri í klúbbhúsinu á Hlíðarenda.
Nýr þjálfari ráðinn
Hlynur er útskrifaður með réttindi PGA golfkennara úr norska golfkennaraskólanum, starfaði sem yfirþjálfari hjá Sticklestad golfklúbbnum og síðustu ár sem þjálfari hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann mun sjá um alla þjálfun hjá klúbbnum og einnig koma að skipulagningu og uppbyggingu kennslutilhögunar til næstu ára. Það er mikill hvalreki fyrir klúbbinn að fá Hlyn til starfans og er mikil tilhlökkun og væntingar bundnar við komu hans.