Author: Mótanefndin GSS

Ólafshússmótaröðin 2016

Ólafshússmótaröðin 2016Tíunda og síðasta Ólafshússmótið fór fram miðvikudaginn 24. ágúst.  Andvirði mótsgjalda og frjáls framlög félagsmanna í GSS fóru ferðasjóð Ívars Elí Sigurjónssonar og fjölskyldu.

Helstu úrslit mótaraðarinnar:

Telma Ösp Einarsdóttir var með flesta punkta með forgjöf og Arnar Geir Hjartarson var með flesta punkta án forgjafar.  Ásmundur Baldvinsson vann BESTA HOLA, á 53 höggum nettó.

Á lokamótinu var Ásmundur Baldvinson með flesta punkta án forgjafar og Hjalti Árnason var með flesta punkta með forgjöf.

Eigendur Ólafshúss fá þakkir fyrir stuðninginn.

Categories: Óflokkað

Úrslit í Icelandairmótinu

Icelandair 2016Icelandairmótið fór fram 6. ágúst í blíðskaparveðri.  Leikfyrirkomulag var punktar með forgjöf.  Veitt voru verðlaun fyrir sex efstu sætin.  Alls mættu 38 keppendur til leiks.

Helstu úrslit:

1. Ásmundur Baldvinsson GSS – 36 punktar

2. Kristján Bjarni Halldórsson GSS – 36 punktar

3. Guðmundur Ragnarsson GSS – 36 punktar

4. Halldór Halldórsson GSS – 34 punktar

5. Ásgeir Björgvin Einarsson GSS – 34 punktar

6. Árný Lilja Árnadóttir GSS – 34 punktar.

Halldór Halldórsson var næstur holu á 2/12 braut og einnig á 6/15 braut.

 

Categories: Óflokkað

Styrktarmót fyrir Ívar Elí og fjölskyldu miðvikudaginn 24. ágúst – lokamót Ólafshússmótaraðarinnar 2016

Ívari Elí Sigurjónssyni er bara fimm ára snáði en hefur s.l. tvö ár verið flogaveikur, hann þarf að fara ásamt fjölskyldu sinni til Boston í haust til að gangast undir frekari rannsóknir.   Allir félagar í GSS eru hvattir til að mæta og leggja málefninu lið með því að taka þátt í lokamóti Ólafshúss-mótaraðarinnar.  Mótsgjald er kr. 1500 eða frjáls framlög.  Skráning er sem fyrr á golf.is

Í lok móts verður mótaröðin gerð upp og veitt verða verðlaun fyrir samanlagðan árangur.

Félagar eru góðfúslega beðnir um að koma með köku, brauðrétt, ost, kex eða bara það sem hver og einn getur og vill leggja til.

 

 

Categories: Óflokkað