Author: Mótanefndin GSS

Lokamót Ólafshússmótaraðarinnar til styrktar Ljósinu til minngar um Ingvar Gunnar Guðnason.

Lokamót Ólafshússmótaraðarinnar verður tileinkað fyrrum félaga okkar Ingvari Gunnari Guðnasyni sem féll frá í júlí sl. Andvirði þátttökugjalds og frjáls framlög félaga renna til Ljóssins í nafni Golfklúbbs Sauðárkróks.  Áætluð mótslok eru um klukkan 21:30 en þá verða veitt verðlaun fyrir besta árangurinn á mótaröðinni og fyrir lægsta skor í leiknum um bestu holu.  Þeir félagar sem ekki taka þátt í lokamótinu eru hvattir til að vera við verðlaunaafhendinguna og leggja málefninu lið með frjálsu framlagi.  

Veitingar í mótslok og eru GSS félagar beðnir um að koma með brauðrétt, köku eða bara það sem hentar hverjum og einum. 

 

Categories: Óflokkað

Úrslit í Opna Vodafone og Coca Cola mótinu laugardaginn 2. ágúst.

004

 

 

 

 

 

 

 

Mjög góð þátttaka var í Opna Vodafone og Coca Cola mótinu síðastliðinn laugardag.  Leikfyrirkomulag var punktakeppni án forgjafar í kvenna- og karlaflokki og punktakeppni með forgjöf einn opinn flokkur.

Helstu úrslit í punktakeppni án forgjafar voru:

Karlar

  1. Heiðar Davíð Bragason GHD – 36 punktar
  2. Arnar Geir Hjartarson GSS – 35 punktar
  3. Helgi Birkir  Þórisson GSE – 34 punktar

Konur

  1. Árný Lilja Árnadóttir GSS – 26 punktar
  2. Svanborg Guðjónsdóttir GSS – 21 punktur
  3. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS – 18 punktar.

Nánari upplýsingar um úrslit  eru á golf.is

Styrktaraðilum Vodafone og Coca Cola er þakkaður stuðningurinn.

 

Categories: Óflokkað

Úrslit í Opna Hlíðarkaupsmótinu

007006

 

 

 

 

 

 

 

 

Góð þátttaka var í Opna Hlíðarkaupsmótinu sem fór fram laugardaginn 26. júlí í ágætis veðri, það komu auðvitað smá skúrir en það var hlýtt og logn.  Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf.  Veitt voru verðlaun fyrir sjö efstu sætin í punktakeppni og nándarverðlaun á 3/12 og 6/15.

Helstu úrslit voru:

  1. Friðjón Bjarnason GSS- 38 punktar
  2. Andri Þór Árnason GSS – 37 punkar
  3. Ásgeir Einarsson GSS – 34 punktar
  4. Guðmundur Ragnarsson GSS – 33 punktar
  5. Rafn Ingi Rafnsson GSS – 33 punktar
  6. Sverrir Harladsson GKJ – 33 punktar
  7. Halldór Halldórsson GSS – 33 punktar
  8. Ívar Örn Marteinsson GSS – 33 punktar.

Brynjar Örn Guðmundsson var næstur holu á 3/12 og Sigríður Elín Þórðardóttir var næst holu á 6/15.

Styrktaraðili var Ásgeir Einarsson í Hlíðarkaup og er honum þakkaður stuðningur.

 

 

 

Categories: Óflokkað