Author: Mótanefndin GSS

Holukeppni GSS 2014.

Holukeppnin er spiluð með forgjöf.  Félagar sem ætla að vera með í holukeppninni eru hvattir til að vera viðstaddir þegar dregið verður í 1. umferð miðvikudaginn 11. júní klukkan 21:00 í golfskála.

Athugið að nú verða veitt verðlaun fyrir að komast í fjórðu umferð og sá/sú sem sigrar í úrslitaleiknum er HOLUMEISTARI GSS 2014.

Þátttökugjald er kr.1.500.-

Categories: Óflokkað

Ólafshúsmótaröðin ,,Besta hola“

Leikfyrirkomulag ,,Bestu holu“ 2014 er höggleikur með forgjöf.  Keppendur skrá höggafjölda án forgjafar og í lok sumars er keppnin gerð upp með leikforgjöf kylfings á Hlíðarenda eftir síðasta Ólafshúsmótið sem er 20. ágúst.

Keppendur verða að taka þátt í minnst sex mótum til að klára skorkortið því að hámarki er leyfilegt að skrá þrjár holur í móti.

GSS félagar eru hvattir til að taka þátt í þessum skemmtilega leik.

Ólafshús er styrktaraðili mótaraðarinnar.

 

Categories: Óflokkað

KS mótið sunndudaginn 8. júní.

Leikfyrirkomulag er Texas scramble.  Ræst út á öllum teigum klukkan 10:00.  Keppendur eru beðnir um að vera mættir kl. 9:30 í golfskálann þegar dregið er um á hvaða teig liðinn hefja leik á.

Kaupfélag Skagfirðinga er aðalstyrktaraðili mótsins.

Categories: Óflokkað