Author: Mótanefndin GSS

Úrslit í Bænda- og freyjuglímunni

Bænda- og freyjuglíman fór fram s.l. laugardag og mættu 23 keppendur til leiks. Leikfyrirkomulagið var punktakeppni með fullri forgjöf.  Kepptu  bændur á móti freyjum. Freyjurnar unnu sannfærandi sigur fengu samtals 264 punkta en bændur voru með samtals 241 punkt.

 

 

 

 

 

 

 

Svanborg Guðjónsdótir, Árný Lilja Árnadóttir og Herdís Sæmundardóttir fóru með sigur að hólmi í liðakeppninni.

 

 

 

 

 

 

     Helstu úrslit í einstaklingskeppninni:

1. sæti Árný Lilja Árnadóttir – 35 punktar.

2. sæti Unnar Rafn Ingvarsson – 34 punktar.

3. sæti Ólöf Herborg Hartmannsdóttir – 30 punktar.

Categories: Óflokkað

Guðni Kristjánsson er Holumeistari GSS 2013

  Góð þátttaka var í Holukeppni GSS en alls hófu 36 keppendur leik í lok júní. Úrslitaleikurinn fór síðan fram í byrjun september en til úrslita spiluðu þeir Guðni Kristjánsson og Jónas Kristjánsson. Réðust úrslit ekki fyrr en á 19 holu með sigri Guðna.

 

 

Categories: Óflokkað

Bænda- og feyjuglíman verður laugardaginn 14. september n.k.

Athygli er vakin á því að Bænda- og freyjuglíman verður laugardaginn 14. september. Leikfyrirkomulag er punktakeppni með forgjöf.  Bændur og freyjur skipa lið, hollin skipa lið, og allir keppa við alla.  Keppendur þurfa að vera mættir klukkan 9:45 í skála.  Ræst út á öllum teigum klukkan 10:00.

Pizzahlaðborð að leik loknum og verðlaunafhending.

Þátttökugjald er kr. 3500 (mótsgjald og pizzahlaðborð).

Þá verða sigurvegarar í Ólafshúsmótaröðinni og Holukeppninni verðlaunaðir.

Categories: Óflokkað