Author: Mótanefndin GSS

Opna IcelandairGolfers

Þá er komið að árlegu móti í samstarfi við IcelandairGolfers. Fyrirkomulag er höggleikur með og án forgjafar. Hámarks leikforgjöf karla er 24 og kvenna 28.
Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki, sami aðili getur ekki unnið til verðlauna í báðum flokkum. Nándarverðlaun á 6/15 og næst holu í öðru höggi á 9/18.

Verði keppendur jafnir í verðlaunasæti án forgjafar verður háður bráðabani á 9 braut, en þó ekki oftar en einu sinni. Séu keppendur enn jafnir er slegið frá 100 metra hæl og vinnur sá/sú sem er nær holu.

Mótsstjóri Sigríður Elín Þórðardóttir

Categories: Óflokkað

Jónsmessugleði

Föstudaginn 21. júní verður haldin Jónsmessugleði GSS fyrir félaga 18 ára (f. 1995) og eldri. 20 ára (f. 1993) og eldri eru einir tækir til verðlauna til samræmis við landslög varðandi innihlad verðlaunagripsins. Leikið er sem fyrr um hinn alræmda farandpela og Jónsmessumeistari hlýtur að launum hinn silfurslegna grip áfylltan þrúgnagullnum tárum til varðveislu í eitt ár og skal gripnum skilað að ári jafnfullum. Hlotnast meistara sá mikli heiður að fá nafn sitt grafið á gripinn.
Leiknar verða 9 holur teknar að hætti Muggs vallarstjóra og þungar þrautir lagðar fyrir kylfinga. Allir ræstir út klukkan 20:00. Söngur, glens og gaman, undan, á meðan og eftir á.
Daginn eftir fjölmennum við á Skagaströnd í 1. Norðvesturþrennu sumarsins.

Categories: Óflokkað

Halldór Halldórsson GSS sigraði í Opna Friðriksmótinu

Opna Friðriksmótið fór fram á Hlíðarendavelli laugardaginn 15. júní. Alls voru 30 þátttakendur.  Keppnisfyrirkomulagið var punktakeppni með forgjöf.  Halldór Halldórson GSS sigraði með yfirburðum með 41 punkt, í öðru sæti var Bergur Rúnar Björnsson GÓ með 36 punkta og í þriðja sæti var Jónas Már Kristjánsson einnig með 36 punkta en einum punkti minna en Bergur á seinni 9 holunum.  Styrktaraðilar voru ÖrninnGolf, SkjárGolf og Fjölnet og er þeim færðar bestur þakkir fyrir stuðninginn.  Í verðlaun var driver, hybrid kylfa og pútter, áskrift af SkjárGolf í 12 mánuði og Internetáskrift hjá Fjölneti í 21 mánuð. Veitt voru verðlaun fyrir efstu sjö sætin.

1.  Halldór Halldórsson GSS – 41 punktur.
2.  Bergur R. Björnsson GÓ – 36 punktar.
3.  Jónas Már. Kristjánsson GSS – 36 punktar.
4. Hlynur Freyr. Einarsson GSS – 36 punktar.
5.  Einar Einarsson GSS – 35 punktar.
6.  Árný Lilja Árnadóttir GSS -34 punktar.
7.  Atli Freyr Rafnsson GSS – 33 punktar.

Bróðir Atla Freys og sonur Árnýjar Lilju, hinn 13 ára gamli Hákon Ingi Rafnsson var í 8 sæti einnig með 33 punkta.  Rafn Ingi Rafnsson faðir Atla Freys og Hákonar Inga og eiginmaður Árnýjar Lilju var í 9. sæti með 32 punkta.  Óskum þessari miklu og samrýmdu golffjölskyldu innilega til hamingju.

Laugardaginn 22. júní  fer fram Norðvesturþrenna I á Skagaströnd GSK.   Keppendur geta skráð sig á www.golf.is og í síma 8925080 og 8923080.  Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin í höggleik kvenna og karla og fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni.  Munið að skrá ykkur tímanlega á þetta stórskemmtilega mót sem haldið er á hinum rómaða Háagerðisvelli.

Categories: Óflokkað