Author: Mótanefndin GSS

Opna Advania – Texas scramble

Ræst út af öllum teigum klukkan 10:00 keppendur eru beðnir um að vera mættir í golfskála eigi síðar en 9:45.  Leikfyrirkomulag er Texas scramble.  Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28.  Aðeins keppendur með virka forgjöf geta unnið til verðlauna. Leikforgjöf liðs er fundin með því að leggja saman leikforgjöf spilafélaga og deila með fimm.

Verðlaun fyrir fimm bestu skorin. Gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði.

  1. 2 x 15000
  2. 2 x 10000
  3. 2 x 7500
  4. 2 x 5000
  5. 2 x 3000

Skráning á golf.is.  Lið sem skrá sig saman verða saman í holli.  Þeir sem ekki hafa leikfélaga er bent á að hafa samband við mótsstjóra.

Mótsstjóri Sigríður Elín Þórðardóttir sími 8946010.

Categories: Óflokkað

GSS styrkir Ljósið í minningu Ingvars

003Varaformaður GSS Halldór Halldórsson afhenti í gærkvöldi Hrefnu Þórarinsdóttur 100.000 króna styrk til Ljóssins í minningu Ingvars í lokamóti Ólafshússmótaraðarinnar.  

Jafnframt fór fram verðlaunaafhending Ólafshússmótaraðarinnar. Bestan samanlagðan árangur í sjö mótum án forgjafar og með forgjöf náði Ingvi Þór Óskarsson og Ásgeir Björgvin Einarsson náði besta skori í besta holu leiknum. Magnús Gunnar Gunnarson var með flesta punkta með forgjöf í lokamótinu og Ingvar Þór var með flesta punkta án forgjafar.  Nánari upplýsingar um heildarúrslit mótaraðarinnar  er í golfskála og á GSS undir mótanefnd.

Golfklúbburinn þakkar Kristínu Magnúsdóttir og Sigurpáli Aðalsteinssyni styrktaraðilum Ólafshússmótaraðarinnar fyrir stuðninginn við mótaröðina.

 

 

005

Categories: Óflokkað