Author: Unglinganefnd GSS

Sveitakeppni karla í 3.deild

Golfklúbbur Sauðárkróks sendir sveit til keppni í sveitakeppni GSÍ 3.deild sem að þessu sinni er haldin á Grundarfirði 7.-9.ágúst, en alls er keppt í 5 deildum í karlaflokki. Sveitin hefur verið valin og hana skipa eftirtaldir:

Arnar Geir Hjartarson

Elvar Ingi Hjartarson

Hákon Ingi Rafnsson

Jóhann Örn Bjarkason

Jón Þorsteinn Hjartarson

Hjörtur Geirmundsson – liðsstjóri

Í 3.deild ásamt GSS eru sveitir frá Akureyri, Dalvík, Húsavík, Vogum, Hellu, Ísafirði og heimamenn í Grundarfirði.

Hægt verður að fylgjast með framvindu allra deilda sveitakeppninnar á golf.is

Categories: Óflokkað

3.móti í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga lokið

3. móti Norðurlandsmótaröð barna og unglinga var haldið á Ólafsfirði sunnudaginn 26.júlí s.l. Að venju sendi GSS keppendur á mótið og var árangur þeirra sem hér segir. Í byrjendaflokki sigraði Gísli Kristjánsson og stúlknaflokki varð Rebekka Helena B. Róbertsdóttir í 3.sæti og María Rut Gunnlaugsdóttir í 4.sæti. Í flokki 12 ára og yngri varð Bogi Sigurbjörnson í 5.sæti og Reynir Bjarkan B. Róbertsson í 6.sæti. Þá varð Anna Karen Hjartardóttir í 2.sæti í sama flokki. Í flokki 14 ára og yngri varð Hákon Ingi Rafnsson í 3.sæti og í sama flokki sigraði Marianna Ulriksen og Hildur Heba Einarsdóttir varð í 4.sæti. Í flokki 15-16 ára varð Telma Ösp Einarsdóttir í 2.sæti. í flokki 17-21 árs varð síðan Elvar Ingi Hjartarson í 4.sæti. Lokamótið verður síðan haldið á Akureyri laugardaginn 5.september. Búið er að uppfæra stöðuna í stigagjöfinni til Norðurlandsmeistara í öllum flokkum inni á heimasíðu mótaraðarinna nordurgolf.blog.is.

Categories: Óflokkað

Meistaramóti barna og unglinga lokið

Meistaramót barna og unglinga GSS var haldið dagana 13. og  14. júlí s.l. Keppt var í 6 flokkum og voru keppendur samtals 12. Það gustaði svo sannarlega um keppendur þessa daga og fyrri daginn rigndi líka hressilega en þau létu það ekki á sig fá og stóðu sig með miklum ágætum. Það voru því 40 þáttakendur í báðum Meistaramótum GSS þetta árið.Hluti verðlaunahafa í Meistaramóti barna og unglinga GSS

Meðfylgjandi er mynd af hluta keppenda við verðlaunaafhendinguna.

Allar myndir frá verðlaunaafhendingunni má sjá á facebook síðunni Golfmyndir GSS

Úrslitin urðu þessi:

1 flokkur stelpur 2 x 18 holur – rauðir teigar
1. Marianna Ulriksen 213 högg
2. Telma Ösp Einarsdóttir 227 högg
3. Hildur Heba Einarsdóttir 242 högg
1 flokkur strákar 2 x 18 holur – gulir teigar
1. Hákon Ingi Rafnsson 170 högg
2 flokkur stelpur 2 x 18 holur – rauðir teigar
1. Anna Karen Hjartardóttir 254 högg
2 flokkur strákar 3 x 9 holur – rauðir teigar
1. Bogi Sigurbjörnsson 200 högg
2. Reynir Bjarkan B. Róbertsson 225 högg
3 flokkur stelpur 2 x 9 holur – gullteigar
1. Rebekka Helena B. Róbertsdóttir 141 högg
2. María Rut Gunnlaugsdóttir 161 högg
3 flokkur strákar 2 x 9 holur – gullteigar
1. Davíð Jónsson 114 högg
2. Brynjar Már Guðmundsson 126 högg
3. Gísli Kristjánsson 138 högg

Categories: Óflokkað