Author: Unglinganefnd GSS

Jón Þorsteinn Hjartarson ráðinn golfkennari hjá GSS

Hjörtur frá GSS og Jón Þorsteinn handsala samninginn
Hjörtur frá GSS og Jón Þorsteinn handsala samninginn

Golfklúbbur Sauðárkróks hefur ráðið til sín Jón Þorstein Hjartarson PGA golfkennara til að sjá um þjálfun hjá klúbbnum þetta sumarið. Jón Þorsteinn hefur mikla reynslu af þjálfun sem og barna-og unglingastarfi. Hann útskrifaðist úr Golfkennaraskóla Íslands vorið 2009. Hann var aðalkennari hjá GHR á Hellu 2008-2010, golfkennari hjá GF Flúðum 2008-2010. Umsjón með barna og unglingastarfi hjá báðum þessum klúbbum ásamt almennri kennslu. Undanfarin 4 ár hefur hann starfað hjá Golfklúbbi Reykjavíkur við afreksstarf barna og unglinga.

Hann hefur störf hjá klúbbnum 1.júní n.k. Hann kemur til með að hafa yfirumsjón með öllu barna-og unglingastarfi hjá klúbbnum sem og afreksstarfi. Þá verður hann einnig með námskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna ásamt einkatímum. Það verður auglýst betur síðar.

Golfklúbbur Sauðárkróks býður Jón Þorstein velkomin til starfa.

 

Categories: Óflokkað

Okkur vantar starfskrafta í skálann í sumar !

Áríðandi orðsending frá Skálanefndinni.

Ef þið þekkið eitthvert efnilegt ungmenni sem

  1. vantar vinnu
  2. þið mynduð vilja hafa sem starfsmann í skála
  3. myndi vilja vinna hjá okkur í skálanum í sumar

skuluð þið annaðhvort hvetja viðkomandi til að hafa samband við okkur t.d.  í gemsann 897 5485 eða hafa sjálf samband við okkur og við getum svo haft samband viðkomandi.

Eins og síra Mattías sagði:

Er skín við sólu Skagafjörður,

skreytir Nafir grassins svörður,

er skúbb að vera skálavörður,

skýlaus allra meina bót,

Powerade og pylsur selja,

pening fyrir klúbbinn telja,

leigja kerru, kylfur velja

klósett þrífa og skrá í mót.

Hvar skal byrja, hvar skal lenda,

hvert er  börnin skást að senda?

Heilbrigt starf á Hlíðarenda

hollt er ungum, grepp og snót!

 

Með bestu kveðju frá skálanefnd 

Margrét skálamamma & Gunnar skálapabbi

Categories: Óflokkað