Author: Unglinganefnd GSS

Karlasveit GSS sigurvegarar í 4.deild

IMG_1055Golfklúbbur Sauðárkróks spilaði í 4.deild karla á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysuströnd s.l. helgi.

Sveitina skipuðu þeir Arnar Geir Hjartarson, Brynjar Örn Guðmundsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hlynur Freyr Einarsson, Ingvi Þór Óskarsson og Jóhann Örn Bjarkason.

Fyrsti leikur á föstudeginum var gegn Þorlákshöfn. Elvar Ingvi og Ingvi Þór spiluðu fjörmenning og sigruðu 7/6. Arnar Geir og Jóhann Örn spiluðu tvímenning og unnu báðir sína leiki 4/3. Seinni leikur föstudagsins var gegn heimamönnum á Vatnsleysuströnd. Elvar Ingi og Ingvi Þór spiluðu fjörmenning og töpuðu 2/0. Arnar Geir og Jóhann Örn spiluðu tvímenning. Arnar Geir sigraði 4/3 en Jóhann Örn tapaði 1/0.

Fyrri leikurinn á laugardaginn var gegn Mostra frá Stykkishólmi. Elvar Ingi og Brynjar Örn spiluðu fjórmenning og sigruðu 6/5. Arnar Geir og Jóhann Örn spiluðu tvímenning og þar sigraði Arnar Geir í sínum leik 8/7 og Jóhann Örn sigraði í sínum leik 4/2. Seinni leikurinn á laugardaginn var því gegn Golfklúbbi Bakkakots sem sigraði í A-riðli. Þetta var því úrslitaleikur um hvort þessara liða myndi leika í 3.deild að ári. Hörkuviðureignir voru í öllum þessum leikjum og mjög gott golf var leikið af öllum kylfingum í báðum klúbbum. Það fór hins vegar þannig að GSS sigraði í öllum leikjunum. Elvar Ingvi og Ingvi Þór spiluðu fjörmenning og sigruðu 2/1. Arnar Geir og Jóhann Örn spiluðu tvímenning og þar sigraði Arnar Geir 2/1 og Jóhann Örn sigraði 3/2. Þar með var sæti í 3.deild tryggt að ári.

Síðasti leikurinn var því á sunnudeginum þar sem spilað var um 1. og 2. sætið í deildinni. Þar spilaði GSS aftur við heimameinn í GVS. Þar snérist dæmið við frá föstudeginum og GSS hafði sigur í öllum leikjunum nokkuð örugglega. Jóhann Örn og Hlynur Freyr spiluðu fjórmenning og sigruðu 2/1. Brynjar Örn og Ingvi Þór spiluðu tvímenning og þar sigraði Brynjar Örn sinn leik 7/5 og Ingvi Þór sigraði 4/2.

Golfklúbbur Sauðárkróks sigraði því í 4.deild og leikur í 3.deild á næsta ári. Flottur árangur hjá strákunum það.

 

Úrslit í öllum leikjum 4.deildar má finna hér:

https://docs.google.com/spreadsheet/pub?key=0AuRwXcZkTCnDdHZKZzE0UHJqZFdoNFZMcXY2SUtHX1E&gid=9

Categories: Óflokkað

GSS í sveitakeppnum GSÍ.

Golfklúbbur Sauðárkróks sendir sveitir til leiks í sveitakeppnum GSÍ sem hefjast n.k. föstudag 8.ágúst.

Á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki verður 2.deild kvenna spiluð og þær sem keppa fyrir hönd GSS eru þessar:

Aldís Ósk Unnarsdóttir

Árný Lilja Árnadóttir

Dagbjört Hermundsdóttir

Ragnheiður Matthíasdóttir

Sigríður Elín Þórðardóttir

Liðsstjóri: Hlynur Þór Haraldsson

Á Kálfatjarnarvelli við Voga á Vatnsleysuströnd verður 4.deild karla leikin og þar verður karlasveit GSS í eldlínunni. Þeir sem keppa þar fyrir hönd GSS eru:

Arnar Geir Hjartarson

Brynjar Örn Guðmundsson

Elvar Ingi Hjartarson

Hlynur Freyr Einarsson

Ingvi Þór Óskarsson

Jóhann Örn Bjarkason, sem jafnframt er liðsstjóri.

Hægt verður að fylgjast með framvindu mála á www.golf.is alla dagana.

Við viljum einnig hvetja bæjarbúa til að kíkja á Hlíðarendavöll og fylgjast með skemmtilegri keppni í 2.deild kvenna.

Categories: Óflokkað

Úrslit í golfmótinu á Unglingalandsmóti, nýtt vallarmet.

11-13 ára drengir
11-13 ára drengir
11-13 ára stúlkur
11-13 ára stúlkur
14-15 ára drengir
14-15 ára drengir
14-15 ára stúlkur
14-15 ára stúlkur
16-18 ára drengir
16-18 ára drengir
16-18 ára stúlkur
16-18 ára stúlkur

Golfkeppnin á Unglingalandsmótinu fór fram 31.júlí og 1.ágúst á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki. Keppt var í flokkum 11-13 ára sem spiluðu 18 holu punktakeppni án forgjafar og síðan var leikinn 36 holur höggleikur í flokkum 14-15 ára og 16-18 ára. Keppendur voru 50 í þessum flokkum og náðist góður árangur í flestum flokkum. Hæst ber þó vallarmet sem Ólöf María Einarsdóttir úr GHD/UMSE setti föstudaginn 1.ágúst þegar hún lék á 71 höggi eða á einu höggi undir pari af rauðum teigum. Sannarlega glæsilegur árangur. Golfklúbburinn vill þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við framkvæmd á þessum skemmtilega móti.

Úrslitin urðu hins vegar eftirfarandi:

 

11-13 ára drengir Punktar
1. Lárus Ingi Antonsson GA/UFA 28
2. Böðvar Bragi Pálsson GR/UMSK 22
3. Björn Viktor Viktorsson GL/ÍA 21
11-13 ára stúlkur
1. Sara María Birgisdóttir GA/UFA 5
2. Sara Sigurbjörnsdóttir GÓ/ÚIF 4
3. Hildur Heba Einarsdóttir GSS/UMSS 3
14-15 ára drengir Högg
1. Kristján Benedikt Sveinsson GA/UFA 154
2. Þorgeir Sigurbjörnsson GÓ/ÚÍF 167
3. Ragnar Már Ríkarðsson GKJ/Fjölnir 175
14-15 ára stúlkur
1. Ólöf María Einarsdóttir GHD/UMSE 156
2. Telma Ösp Einarsdóttir GSS/UMSS 219
3. Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir GÓ/ÚÍF 223
16-18 ára drengir
1. Aðalsteinn Leifsson GA/UFA 164
2. Jóhannes Guðmundsson GR/UMSK 164
3. Elvar Ingi Hjartarson GSS/UMSS 168
16-18 ára stúlkur
1. Aldís Unnarsdóttir GSS/UMSS 169
2. Erla Marý Sigurpálsdóttir GÓ/ÚÍF 226

Categories: Óflokkað