Author: Unglinganefnd GSS

Keppni í golfi á Unglingalandsmóti hefst í dag

landsmotGolfkeppnin á Unglingalandsmótinu hefst í dag, fimmtudaginn 31.júlí og eru 50 þátttakendur skráðir til leiks í flokkunum þremur.

Flokkar 14-15 ára og 16-18 ára hefja leik kl.15:00 í dag, fimmtudaginn 31.júlí, og verða allir ræstir út á sama tíma. Mikilvægt að allir verði mættir í síðasta lagi 14:30. Þessir flokkar spila 18 holur í dag og síðan byrja þeir kl.08:00 í fyrrmálið, föstudaginn 1.ágúst og spila þá einnig 18 holur.  Áætlað er að verðlaunaafhending fyrir þennan hóp verði síðan föstudaginn 1.ágúst kl.14:15 í golfskálanum.

Flokkur 11-13 ára spilar 18 holur og verða þau ræst út kl.14:00 á morgun, föstudaginn1.ágúst. Mæting eigi síðar en 13:30.  Áætlað er að leik verði lokið þar upp úr kl.19:00 og verðlaunaafhending verði kl.19:30.

Áhorfendur eru velkomnir að fylgjast með skemmtilegri keppni.

 

Categories: Óflokkað

3.mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga á Ólafsfirði

Þriðja mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga fór fram á Ólafsfirði sunnudaginn 27.júlí s.l.

Þáttakendur voru 47 og átti Golfklúbbur Sauðárkróks 11 þeirra. Það voru þau Anna Karen Hjartardóttir, Arnar Freyr Guðmundsson, Arnar Geir Hjartarson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Hildur Heba Einarsdóttir, Maríanna Ulriksen, Reynir Bjarkan Róbertsson, Telma Ösp Einarsdóttir, Tómas Bjarki Guðmundsson og Una Karen Guðmundsdóttir.

Keppnin var jöfn og spennandi í flestum flokkum og veðrið lék við keppendur. Kylfingar úr Golfklúbbi Sauðárkróks unnu til nokkurra verðlauna á mótinu. Anna Karen Hjartardóttir sigraði í byrjendaflokki stúlkna, Reynir Bjarkan Róbertsson varð í 2.sæti í byrjendaflokki stráka. Maríanna Ulriksen sigraði í flokki 12 ára og yngri stúlkna. Hákon Ingi Rafnsson varð í 2.sæti í flokki 14 ára og yngri, Elvar Ingi Hjartarson varð í 2.sæti í flokki 15-16 ára og Arnar Geir Hjartarson varð í 2.sæti í flokki 17-21 árs. Öll úrslit má finna á www.golf.is

Þá unnu Arnar Freyr Guðmundsson og Anna Karen Hjartardóttir vippkeppni í sínum flokkum.

Búið er að uppfæra stigagjöfina til Norðurlandsmeistaratitils í flokkunum á heimasíðu mótaraðarinnar nordurgolf.blog.is . Fjölmargar myndir frá mótinu er síðan að finna á facebook hópnum „Golfmyndir GSS“. Lokamót mótaraðarinnar verður síðan á Akureyri í september.

Categories: Óflokkað

Meistaramót barna og unglinga

Meistarmót barna og unglinga GSS var haldið dagana 1.-4.júlí á Hlíðarendavelli.

Keppt var í 5 flokkum og voru þátttakendur 15 talsins.

Úrslitin voru sem hér segir.

 

1 flokkur stelpur 2 x 18 holur – rauðir teigar
1. Telma Ösp Einarsdóttir 262 högg
2. Maríanna Ulriksen 317 högg
1 flokkur strákar 3 x 18 holur – gulir teigar
1. Elvar Ingi Hjartarson 249 högg
2. Hákon Ingi Rafnsson 260 högg
3. Pálmi Þórsson 280 högg
2 flokkur stelpur 3 x 9 holur – rauðir teigar
1. Hildur Heba Einarsdóttir 219 högg
2. Anna Karen Hjartardóttir 230 högg
3. Helga Júlíana Guðmundsdóttir 240 högg
2 flokkur strákar 3 x 9 holur – rauðir teigar
1. Viktor Kárason 160 högg
2. Ívar Elí Guðmundsson 189 högg
3. Arnar Freyr Guðmundsson 190 högg
3 flokkur strákar 2 x 9 holur – gullteigar
1. Reynir Bjarkan B Róbertsson 110 högg
2. Bogi Sigurbjörnsson 118 högg
3. Gabríel Jökull Brynjarsson 137 högg

 

Myndir eru frá verðlaunaafhendingu sem var í golfskálanum 8.júlí er að finna á facebook síðunni „Golfmyndir GSS“.

https://www.facebook.com/groups/397526793685611/

Categories: Óflokkað