Author: Unglinganefnd GSS

2.mót í Norðurlandsmótaröðinni á Dalvík

Annað mótið í Norðurlandsmótaröðinni í golfi var haldið Arnarholtsvelli við Dalvík sunnudaginn 6.júlí.

Golfklúbbur Sauðárkróks var með keppendur að venju í flestum flokkum og þau stóðu sig öll með stakri prýði . Það voru þau Anna Karen Hjartardóttir, Arnar Freyr Guðmundsson, Arnar Geir Hjartarson, Bogi Sigurbjörnsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Hildur Heba Einarsdóttir og Pálmi Þórsson. Mikið vatnsveður hafði verið undanfarna daga og völlurinn var mjög blautur og ringdi mest allan daginn. Ágætis árangur var hins vegar þrátt fyrir erfiðar aðstæður og keppendur frá Golfklúbbi Sauðárkóks nældu sér í nokkur verðlaun. Arnar Geir Hjartarson var í öðru sæti í flokki 17-21 árs á 72 höggum, Elvar Ingi Hjartarson varð í þriðja sæti í flokki 15-16 ára á 75 höggum. Hákon Ingi Rafnsson varð í öðru sæti á flokki 14 ára og yngri á 94 höggum. Hildur Heba Einarsdóttir sigraði í flokki 12 ára og yngri á 62 höggum og Anna Karen Hjartardóttir sigraði í byrjendaflokki á 56 höggum. Myndir frá mótinu er að finna á facebook síðunni „Golfmyndir GSS“. Öll úrslit er að finna á www.golf.is.

 

Categories: Óflokkað

Meistaramót barna og unglinga 16 ára og yngri

Meistaramót barna og unglinga 16 ára og yngri

Hefst þriðjudaginn 1.júlí og lýkur föstudaginn 4.júlí.

Við ætlum hins vegar að halda því opnu að lengja mótið hugsanlega ef veðurspá gengur eftir, en það verður bara ákveðið þegar líður á vikuna. Við munum ekki spila í einhverju leiðindaveðri !

 

Leikinn verður höggleikur og kynjaskipting í hverjum flokki.

1.flokkur:

Spila 3x18holur. Stelpur spila á rauðum teigum og strákar á gulum.

Þessi flokkur er ætlaður fyrir elsta hópinn.

2.flokkur:

Spila 3×9 holur af rauðum teigum.

3.flokkur:

Spila 2×9 holur af gullteigum.

Foreldrar/forráðamenn labbi með í þessum flokki. Aðstoði og telji högg.

Hér verður aldrei skrifað meira en 12 högg á hverja braut.

 

Búið er að setja upp skráningarblað í golfskálanum og Hlynur golfkennari sér um að raða keppendum í rétta flokka. Skráning þarf helst að liggja fyrir mánudagskvöldið 30.júní.

Categories: Óflokkað

Golfmaraþon

Fimmtudaginn 26.júní ætla börn og unglingar hjá Golfklúbbi Sauðárkróks að spila golfmaraþon. Ætlunin er að ná að spila 1000 holur þennan dag og hefjast þau handa kl.8. Enginn reglulegur golfskóli verður því þennan dag en þau sem ætla að taka þátt í þessu geta mætt strax klukkan 8 og byrjað að spila. Við vonumst til að þessum áfanga verði náð klukkan 20 og þá ætlum við að fagna því á viðeigandi hátt í golfskálanum. Þessa dagana eru kylfingarnir að ganga í hús á Sauðárkróki og safna áheitum. Við vonum að bæjarbúar taki vel á móti þeim. Þeir sem vilja styrkja geta líka lagt inn á reikning 0310-26-2106 kt.570884-0349. Við viljum hvetja alla til mæta á Hlíðarendavöll og fylgjast með þessum skemmtilega leik okkar á fimmtudaginn.

Categories: Óflokkað