Author: Unglinganefnd GSS

Fjölskyldudagur í gær

Fjölskyldudagur var á Hlíðarendavelli í gær og mættu fjölmargir.  Þar fórum við m.a. yfir sumarstarfið sem er framundan og dreifðum upplýsingablaði. Einnig var hægt að gera kjarakaup á golfmarkaðnum.

Hér fylgja upplýsingaskjöl um golfskólann og einnig golfkennsluna sem verður boðið upp á í sumar. Endanleg dagsetning hvenær golfskólinn byrjar verður tilkynnt fljótlega en það verður í 1. viku júní mánaðar.

Golfskólaupplýsingar 2014

Golfkennsla Sumarið 2014

Categories: Óflokkað

Fjölskyldudagur á golfvellinum laugardaginn 17.maí

Fjölskyldudagur verður á golfvellinum laugardaginn 17.maí n.k. kl.13-15

Kynning verður á starfinu sem golfklúbburinn býður upp á í sumar. Farið verður yfir æfingadagskrá barna og unglinga og golfskólann. Hlynur Þór Haraldsson golfkennari verður á æfingasvæðinu og  sýnir réttu handtökin.  Svo verður hægt fylgjast með nokkrum reynslumiklum kylfingum spila nokkrar golfholur.

Golfmarkaður verður í skálanum og þar verður líka heitt á könnunni og léttar veitingar.

Ef einhverjir eiga nýlegar golfvörur sem þeir vilja selja eða skipta á þá vinsamlega komið með þær milli kl:12 og 12:30. Við erum að tala bæði um golfkylfur, golffatnað og golfskó. Við erum sérstaklega að leita eftir kylfum fyrir börn og unglinga með mjúkum sköftum, ekki stálsköftum.

Við viljum líka minna á að einkakennsla og hópakennsla er hafin hjá Hlyni golfkennara.

Upplýsingar um hana er að finna á heimasíðu golfklúbbsins www.gss.is Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið  hlynurgolf@gmail.com  eða hringja í síma 866-7565.

Categories: Óflokkað

Æfingatímar í maí

Æfingartímar í maí verða eftirfarandi og við ætlum að halda okkur við sömu hópaskiptingu núna í maí eins og í vetur.

Yngri hópurinn er 11 ára og yngri og eldri hópurinn er 12 ára og eldri.

Mánudagar kl.17:00-18:30 yngri

Þriðjudagur kl.19:00-20:30 eldri

Miðvikudagur kl.17:00-19:00 opin æfing fyrir bæði yngri og eldri

Fimmtudagur kl.17:00-18:30 yngri og kl.19:00-20:30 eldri

Hlynur Þór Haraldsson verður með æfingarnar.

Categories: Óflokkað