Author: Unglinganefnd GSS

Sveitakeppni pilta 18 ára og yngri

Golfklúbbur Sauðárkróks sendir lið í sveitakeppni pilta 18 ára og yngri sem haldin verður á Hellu 23-25 ágúst n.k.

Liðið sem hefur verið valið skipa þeir:

Arnar Geir Hjartarson

Atli Freyr Rafnsson

Elvar Ingi Hjartarson

Hlynur Freyr Einarsson

Jónas Már Kristjánsson

Pálmi Þórsson

Á föstudaginn verður leikinn 18 holu höggleikur sem ræður niðurröðun í riðla. Eftir það verður spiluð holukeppni – tvöföld umferð bæði laugardag og sunnudag.

Hægt verður að fylgjast með framvindu keppninngar á www.golf.is alla keppnisdagana.

Categories: Óflokkað

Golfkennsla á næstunni

Örnámskeið

Komdu og láttu Mark Irving skoða sveifluna þína.

Allir velkomnir á eftirfarandi tímum.

 Fimmtudaginn   15.8.  19.00  á æfingasvæðinu

Verð: 1000,- á mann. 1 fata af boltum innifalin.

Engin skráning. Bara að mæta.

 ——————————————————

 Annað námskeið sem verður á næstunni:

 Það sem kennt verður:

1 x 120 mín. golfkennsla

1. Löngu höggin, löng járn, brautarkylfur og upphafshögg

2. Stutta spilið, vipp ofl.

3. Púttkennsla

Hámark 6 einstaklingar, lágmark  4 einstaklingar

Verð pr. þátttakanda er kr. 5.000,- Laugardagur 17.ágúst kl.11:00 eða hafa samband beint við Mark ef þessi tími hentar ekki.

Skráðu þig strax eða í síðasta lagi 16.ágúst kl.16.00.

(Því ekki að búa til þinn eiginn hóp af 4 eða 6 golfurum ?)

Hægt er að panta tíma hjá Mark í síma 661 7827 eða í netfanginu  Einnig er hægt að hafa samband við golfskála og hringja í síma

453 5075     e-mail: progolf@sport.dk

Categories: Óflokkað

Unglingar á faraldsfæti

Unglingar hjá Golfklúbbi Sauðárkróks hafa verið dugleg að taka þátt í Íslandsbankamótaröð GSÍ sem staðið hefur yfir síðan snemma í vor. Þau hafa farið á mót sem haldin hafa verið hjá GHR(Hella), GKG (Kópavogur og Garðabær), GKJ ( Mosfellsbær ), GA ( Akureyri ) og nú í dag hefst einmitt íslandsmótið í höggleik sem haldið er hjá GS  ( Golfklúbbi  Suðurnesja ). Frá golfklúbbnum fara að þessu sinni þau  Aldís Ósk Unnarsdóttir, Arnar Geir Hjartarson og Elvar Ingi Hjartarson. Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig þeim gengur að kljást við hið rómaða „Leirulogn“ sem fer töluvert hratt yfir þegar þetta er skrifað ásamt tilheyrandi vatnsveðri. En völlurinn er hins vegar allur hinn glæsilegasti og í frábæru standi. Áfram GSS.

Categories: Óflokkað