Author: Unglinganefnd GSS

Nýprent Open, barna og unglingamótið 30.júní n.k.

Mótið hefst kl. 08:00, sunnudaginn 30.júní og verða elstu ræstir út fyrst og yngstu síðast.

Ræst verður í tvennu lagi og verðlaunaafhending verður einnig í tvennu lagi.

Mótið er fyrir alla, byrjendur sem lengra komna.

Mótið er flokkaskipt og kynjaskipt.

Flokkarnir eru þessir:

17-18 ára piltar og stúlkur – 18 holur

15-16 ára drengir og telpur – 18 holur

14-ára og yngri strákar og stelpur – 18 holur

12 ára og yngri strákar og stelpur sem spila 9 holur

Byrjendaflokkur strákar og stelpur spilar 9 holur af sérstaklega styttum  teigum

Opnað hefur verið fyrir skráningu á www.golf.is

Nándarverðlaun verða veitt og vippkeppni í öllum flokkum

Viðurkenning fyrir flesta punkta með forgjöf á 18 holu flokkunum, virk forgjöf er skilyrði.

Mótsgjald er 1.500 kr

Við viljum hvetja alla til að taka þátt í þessu skemmtilega móti og bendum sérstaklega á byrjendaflokkinn.

Þeir sem vilja skrá sig í mótið en hafa ekki aðgang inn á www.golf.is geta sent upplýsingar á hjortur@fjolnet.is eða hringt í síma 8217041

Sérstakur styrktaraðili mótsins nú eins og undafarin ár er Nýprent ehf. sem gefur m.a. út Sjónhornið, Feyki, heldur úti www.feykir.is, ásamt því að útbúa auglýsingar, skilti, bæklinga o.m.fl.

Mótið er hluti af Norðurlandsmótaröð barna og unglinga og er að þessu sinni fyrsta mótið í mótaröðinni á þessu sumri.

Categories: Óflokkað

Fundur um golfskólann, Ólafshúss-mótaröð og fleira

Kynningarfundur verður kl.17:30 þriðjudaginn 4.júní vegna golfskóla Golfklúbbs Sauðárkróks. Við viljum sérstaklega hvetja alla foreldra þeirra barna sem hafa skráð sig í golfskólann í sumar að mæta. Farið verður yfir starfið og einnig verður nýr golfkennari, Mark Irving, kynntur til sögunnar.

Að loknum þessum fundi eða kl.18:15 verður síðan kynning á Ólafshúss-mótaröð klúbbsins sem fer af stað miðvikudaginn 5.júní og verður vikulegt mót á miðvikudögum í allt sumar eins og undanfarin sumur. Farið verður yfir fyrirkomulagið í sumar og skemmtileg viðbót  við mótið ( besta holan ) verður kynnt á fundinum. Við viljum hvetja alla félaga klúbbsins til að mæta. Einnig verður farið yfir breytta forgjafarröð á holum á vellinum.

Að sjálfsögðu verða þessir fundir haldnir í golfskálanum á Hlíðarendavelli.

Categories: Óflokkað

Þjálfari sumarsins og golfskólinn

Mark Irving mun verða aðalþjálfari GSS sumarið 2013. Mark er Breti en búinn að vera búsettur í Danmörku og víða á Norðurlöndunum undanfarin ár. Hann er fæddur 1955 og hefur gríðarmikla reynslu við golfkennslu undanfarna áratugi.  Hann útskrifaðist frá PGA of England, sem “fully qualified PGA professional”  1974. og hefur síðan sótt fjölda námskeiða frá þeim tíma. Hann starfaði síðast 2010 – 2012 sem Head Professional at Dragsholm Golf Club, Sjælland,Denmark.

Mark Irving

Mark kemur til okkar um mánaðarmótin maí/júní og verður hjá okkur við kennslu til ágústloka.  Hann mun hafa umsjón með barna-og unglingastarfinu okkar ásamt því að sinna almennri golfkennslu fullorðinna. Mark hefur bestu meðmæli og gríðarlega reynslu við kennslu, bæði barna/unglinga sem og fullorðinna.  Við bindum við miklar vonir við áframhaldandi framfarir og eflingu golfiðkunar í Skagafirði.

Golfskólinn hefst formlega miðvikudaginn 5.júní n.k. og verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.

Golfskólinn er  frá kl:10:00 – 15:00 frá mánudegi til fimmtudags;

7-11 ára eru frá kl.10:00 – 12:00,

Eldri iðkendur eru til kl. 15:00.

Á föstudögum er golfskólinn frá kl.10:00 – 12:00

Gjald er kr. 15.000,- fyrir 7-11 ára, kr. 20.000,- fyrir 12 ára og eldri

Félagsgjald í klúbbnum er innifalið í æfingagjaldinu

Skráning er hafin í golfskólann. Hægt er að senda tölvupóst á hjortur@fjolnet.is eða hringa í síma 8217041.

Nafn iðkanda ásamt kennitölu þarf að fylgja ásamt nafni á tengiliði, netfangi og símanúmeri.

Einnig þarf að fylla út meðfylgjandi upplýsingaeyðublað

upplýsingaeyðublað til foreldra 2013

 

Categories: Óflokkað