Author: Unglinganefnd GSS

Íþróttamaður ársins í Skagafirði árið 2012

Elvar, Árný og Hekla voru fulltrúar GSS við útefningu á íþróttamanni ársins hjá UMSS 2012

Ungmennasamband Skagafjarðar hélt samkomu föstudaginn 28.des. s.l. þar sem útnefndur var íþróttamaður ársins fyrir árið 2012. Einnig fengu ungir og efnilegir íþróttamenn í Skagafirði viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu

Golfklúbbur Sauðárkróks átti að sjálfsögðu fulltrúa á þessari samkomu.

Árný Lilja Árnadóttir var í kjöri til íþróttamanns ársins frá GSS. Hún átti mjög gott ár á golfvöllunum hér norðanlands á árinu. Sigraði fjölda móta og leiddi kvennasveit GSS til sigurs í sveitakeppni GSÍ 2.deild á Ólafsfirði.

Þá fengu þau Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir og Elvar Ingi Hjartarson viðurkenningar sem ungt og efnilegt íþróttafólk.

Íþróttamaður ársins í Skagafirði 2012 var síðan hestakonan Metta Manseth og óskar GSS henni hjartanlega til hamingju með titilinn.

 

Categories: Óflokkað

Golfmót laugardaginn 13.október

Hið eðalgóða Sauðárkróksbakarí býður til golfmóts laugardaginn  13. október. Enn færi á að lækka sig í forgjöf.

Veðurspá lofar góðu. Punktakeppni. Bakkelsi í verðlaun.

Ræst út á öllum teigum samtímis kl 10:00 . Skráning á neti léttir mótanefnd störf en einnig möguleiki á að skrá sig í skála.

Einnig verður gefinn 25% afsláttur af endursöluvörum (öðrum en gosi og sælgæti)

Categories: Óflokkað

Laufskálabikarinn n.k. laugardag

Laufskálabikarinn verður laugardaginn 29.sept.n.k.

Spilaðar verða 18 holu punktakeppni.

Ræst verður út á öllum teigum kl. 10:00

Verðlaun verða veitt fyrir 3 sæti.

Nándarverðlaun á 6/15

Skráning á golf.is eða í skála til kl 09:45 á mótsdegi.

Keppnisgjald: 2.000,-kr.

Mótstjóri Sigríður Elín Þórðardóttir.

Categories: Óflokkað