Author: Unglinganefnd GSS

Úrslit úr Opna Advania mótinu

Laugardaginn 8. september var opna Advania mótið í golfi haldið á Hlíðarendavelli.  Mótið var spilað með svokölluðu „Greensome“ fyrirkomulagi. Tveir spila saman og taka báðir upphafshögg og síðan er betra höggið valið og liðsfélagarnir slá annaðhvort högg eftir það. Hluti af forgjöf spilara er síðan dregin frá heildarskori keppenda. 30 þátttakendur voru í mótinu eða 15 pör. Úrslitin urðu þau að í 1. sæti urðu Kristján Bjarni Halldórsson og Magnús Helgason á 71 höggi, í öðru sæti komu Arnar Geir Hjartarson og Elvar Ingi Hjartarson á 72 höggum, í þriðja sætu komu síðan Guðmundur Ragnarsson og Hjörtur Geirmundsson á 73 höggum, í fjórða sæti komu þau Margrét Stefánsdóttir og Haraldur Friðriksson á 74 höggum og í fimmta sæti einnig á 74 höggum urðu Ingileif Oddsdóttir og Sævar Steingrímsson.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir að vera næst holu. Á 3. braut varð Róbert Óttarsson næstur holu en á 6. braut var það Frímann Guðbrandsson.

 

Categories: Óflokkað

Norðurlandsmótaröð barna og unglinga lokið

4. og jafnframt síðasta mótið í  Norðurlandsmótaröð barna-og unglinga í golfi var haldið á Jaðarsvelii á Akureyri sunnudaginn 2. september s.l.  Jafnframt mótinu voru krýndir stigameistarar Norðurlands í hverjum aldursflokki.Golfklúbbur Sauðárkróks eignaðist einn Norðurlandsmeistara en það var Arnar Geir Hjartarson sem sigraði í flokki 17-18 ára.  Kylfingar frá Golfklúbbi Sauðárkróks stóðu sig einnig með ágætum á lokamótinu sjálfu.  Hákon Ingi Rafnsson varð í þriðja sæti í flokki 12 ára og yngri.  Í flokki 14 ára og yngri varð Matthildur Kemp Guðnadóttir í 2. sæti og Elvar Ingi Hjartarson í 3.sæti.  Arnar Geir Hjartarson varð síðan í 2.sæti í flokki 17-18 ára. Þá hlaut Matthildur aukaverðlaun í púttkeppni og Arnar Geir hlaut verðlaun fyrir að vera næstur holu á 18.braut. Heildarúrslit í mótinu er hægt að sjá á www.golf.is og niðurstöðu í heildarstigakeppni sumarsins er að finna á nordurgolf.blog.is.

 

 

Categories: Óflokkað

Uppskeruhátíð barna og unglinga

Golfklúbbur Sauðárkróks hélt uppskeruhátíð sína fyrir barna-og unglingastarf klúbbsins mánudaginn 20.ágúst s.l. í golfskálanum á Hlíðarendavelli í blíðskaparveðri 25° hiti og logn.  30 voru skráðir í golfskólann í sumar í lengri eða skemmri tíma. Þá voru einnig 8-12 krakkar í hverri viku sem tóku þátt í námskeiðum á vegum SumarTím sem fóru fram á golfvellinum milli 8 og 9:30 alla mánudaga til fimmtudaga. Flestir þeirra sem tóku þátt í golfskólanum í sumar mættu ásamt foreldrum sínum.  Að venju fengu allir viðurkenningar fyrir sumarið.  Farið var yfir helstu viðburði sumarsins og Thomas fór yfir starfið og golfkennsluna.  Síðan veitti Thomas sérstakar viðurkenningar fyrir sumarið.  Fyrir bestu ástundun nýliða hlaut Arnar Freyr Guðmundsson sérstaka viðurkenningu.  Fyrir bestu ástundun sumarsins hlaut Hákon Ingi Rafnsson sérstaka viðurkenningu.  Þá voru veittar viðurkenningar fyrir mestu framfarir í sumar en fjölmargir hafa lækkað forgjöf sína mikið í sumar.  Atli Freyr Rafnsson og Matthildur Kemp Guðnadóttir hlutu þessar viðurkenninigar.  Að endingu voru útnefndir bestu kylfingar sumarsins í golfskólanum.  Í flokki drengja hlaut Elvar Ingi Hjartarson þessa nafnbót en í flokki stúlkna var það Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir sem var útnefnd. Að lokum var haldin heljarinnar pizzuveisla fyrir allan hópinn. Segja má að sumarið hafi gengið mjög vel á golfvellinum og veðrið lék við okkur ólíkt því sem var í fyrra. Þó klúbburinn hafi verið með erlendan þjálfara þá kom það ekki að sök í samskiptum við krakkana þar sem það voru alltaf unglingar til staðar sem aðstoðuðu og miðluðu þekkingu til krakkana frá þjálfara ef á þurfti að halda.  Það er því von klúbbsins að allir hafi haft bæði gagn og gaman af sumrinu og komi tvíefld á næsta ári í golfskólann.

 

Categories: Óflokkað