Author: Unglinganefnd GSS

John Garner golfkennari

Á föstudaginn kemur John Garner til okkar í fyrsta skiptið þetta sumarið.  Hann kennir börnum á föstudag og býður upp á einka- og hópkennslu fyrir fullorðna á laugardag. Þetta er frábært tækifæri til að pússa til sveifluna í byrjun vertíðar.

Verð fyrir kennslu er eftirfarandi:

Einkatímar – 8.000 kr. Innifalið í gjaldinu er 30 mínútna kennsla ásamt myndbandsgreiningu og leiðsögn.

Paratímar – 6.000 kr. á mann. Innifalið í gjaldinu er kennsla í 60 mínútur.

Hóptímar (6 – 8 í hóp) – 5.000 kr. á mann. Innifalið í gjaldinu er kennsla í 90 mínútur.

Upplýsingar og skráning hjá Árnýju í s. 8499420.

Categories: Afreksstarf

Fjölskyldudagur GSS

Fjölskyldudagur verður haldinn í golfskálanum sunnudaginn 3. Jún, kl. 12 – 15

Skiptimarkaður á fatnaði, kylfum og öðrum búnaði
Golfþrautir og skemmtun
Vöfflur og kaffi
Unglinganefnd kynnir sumarstarfið
Fulltrúar nýliðanefndar kynna starf klúbbsins

Kennsla hefst í golfskóla GSS mánudaginn 4. Júní.
– Æfingar fyrir börn fædd 2007-2011 verða frá kl. 10:30 til 12:00.
– Æfingar fyrir eldri börn og unglinga verða frá kl. 13:00 til 15:00.
– SumarTím æfingar verða frá kl. 9:00 til 10:20, þær byrja 11. júní.

Kennt verður mánudaga til fimmtudaga.
Leiðbeinendur: Arnar Geir Hjartarson og Atli Freyr Rafnsson.

Hlökkum til að sjá sjá ykkur.
Unglinganefnd GSS⛳⛳⛳

Categories: Félagsstarf

Lokahóf barna- og unglingastarfs GSS 2017

Lokahóf barna- og unglingastarfs GSS var haldið í dag að Hlíðarenda.
Vel var mætt af börnum og foreldrum sem spiluðu bingó og gæddu sér á veitingum, auk þess sem viðurkenningar voru veittar fyrir sumarið.
Mestar framfarir yngri en 12 ára hlutu Alexander Franz Þórðarson og Rebekka Helena Róbertsdóttir. Mestar framfarir 12 ára og eldri hlutu Arnar Freyr Guðmundsson og Hildur Heba Einarsdóttir.  Allir iðkendur fengu viðurkenningarskjal og glaðning frá VÍS.

Við þökkum öllum fyrir komuna og Sauðárkróksbakarí og VÍS fyrir stuðninginn

nn.

Categories: Óflokkað