Author: Unglinganefnd GSS

Golfmaraþon og úrslit úr meistaramóti barna og unglinga

Golfmaraþon-GSS-2016Golfmaraþon barna og unglinga GSS var haldið á Hlíðarendavelli í dag.
Fjöldi barna og unglinga, allt frá 4 ára aldri, spiluðu í norðanstrekkingi og sól, en markmiðið var að ná að leika 1000 holur. Foreldrar og eldri meðlimir í klúbbnum lögðu verkefninu einnig lið.
Markmiðið náðist og gott betur því um kvöldmatarleytið var búið að leika 1408 holur. Frábær árangur og lögðu krakkarnir metnað sinn í að safna holum í pottinn.
Í lokin var pizzuveisla og verðlaunaafhending fyrir meistaramót barna og unglinga.

Úrslit meistaramóts barna GSS, haldið 4.-6. júlí, voru eftirfarandi:
14 ára og yngri strákar
Arnar Freyr Guðmundsson 328

14 ára og yngri stelpur
1 Anna Karen Hjartardóttir 348
2 Hildur Heba Einarsdóttir 359

12 ára og yngri strákar
1 Bogi Sigurbjörnsson 162
2 Reynir Bjarkan B. Róbertsson 180
3 Fannar Orri Pétursson 241
4 Alexander Franz Þórðarson 271

Byrjendaflokkur stelpur
1 Rebekka Helena B. Róbertsdóttir 171
2 Una Karen Guðmundsdóttir 176
3 María Rut Gunnlaugsdóttir 208
4 Dagbjört Sísí Einarsdóttir 251

Byrjendaflokkur strákar
1 Tómas Bjarki Guðmundsson 179
2 Jósef Ásgeirsson 191
3 Gísli Kristjánsson 193
4 Brynjar Már Guðmundsson 196

Byrjendur 5 holur
Haukur Rafn Sigurðsson
Bjartmar Dagur Þórðarson
Gunnar Bjarki Hrannarsson
Berglind Rós Guðmundsdóttir

Categories: Óflokkað

Golfmaraþon barna og unglinga GSS.

Á morgun, mánudag 11.júlí, verður golfmaraþon hjá krökkunum í GSS og er markið sett á að leika 1000 holur.  Krakkarnir byrja að spila fyrir hádegi og er vonast til að ná markmiðinu um kvöldmatarleytið.
Foreldrar, ömmur, afar, frændur, frænkur og allir kylfingar í GSS eru hvattir til að taka þátt og leggja til holur. Eina sem þarf að gera er að koma við í skálanum og láta vita hversu margar holur voru leiknar.

Verðlaunaafhending fyrir meistarmót barna og unglinga GSS, verður í lok maraþons.

Unglinganefndin

Categories: Óflokkað

Nýliðanámskeið GSS

Golfklúbburinn kynnir nýliðanámskeið fyrir fullorðna byrjendur í golfi.

Námskeiðið er innifalið í félags- og nýliðagjaldi í klúbbnum.  Það tekur á öllum þáttum golfsins s.s. spili á velli, púttum, vippum, fullum höggum, siða- og golfreglum, auk kynningar á inniaðstöðu.

Námskeiðið endar með golfmóti og lokahófi.

Æfingar verða kl. 17:30 – 18:30  mánudaga og fimmtudaga, hefjast fimmtudaginn 2. júní og standa í 6 vikur eða 12 æfingar.

Komið og njótið félagsskaparins.

Skráning á gss@gss.is.  Nánari upplýsingar um námskeiðið gefur Jón Þorsteinn PGA golfkennari í síma: 618-1700.

Categories: Óflokkað