Author: Unglinganefnd GSS

Fræðslufundur

Almennur fræðslufundur verður haldinn í golfskálanum að Hlíðarenda mánudaginn 30. maí kl. 20:00

Í fyrra fór Jón Þorsteinn golfkennari yfir helstu krafta golfsveiflunnar.  Nú verður farið yfir helstu mistök sem hinn almenni kylfingur gerir í golfsveiflunni.  Frjálsar umræður og spurningum svarað.  Fróðlegar upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á golfleiknum

Endilega látið berast og takið með ykkur gesti.  Kaffi á könnunni.

Categories: Óflokkað

Fjölskyldudagur að Hlíðarenda

Fjölskyldudagur verður haldinn í golfskálanum að Hlíðarenda á sunnudaginn 29. maí kl: 14:00.
Golfþrautir og skemmtun, vöfflur og kaffi.
Skiptimarkaður á golfbúnaði.
Þeir sem vilja vera með á markaðnum eru beðnir um að mæta tímanlega með vörur á markaðinn.

Allir velkomnir – endilega látið berast.

Categories: Óflokkað

Golfkennsla

Ágætu kylfingar,

Óli Barðdal PGA kennari verður á Króknum um jólin og býður upp á golfkennlsu frá 13. desember til 2.janúar í inniaðstöðu Golfklúbbsins við Borgarflöt.

Óli hefur tekið með sé Flightscope og videogreiningartæki.

FlightScope er nýjasti „launch monitorinn“ og jafnframt sá fullkomnasti í dag. FlightSchope notar radar til að mæla nákvæmar upplýsingar um kylfuhausinn, sveifluna og boltaflugið.  FlightScope Elite mælir alls 24 mismunandi atriði.  FlightScope var fyrsta tækið á markaðnum með upplýsingar um boltaflug og boltaspuna með radar. FlightSchope er notað af fyrirtækjum eins og Ping, TaylorMade, Cobra, Callaway, Nike, Wilson o.fl. og hefur verið notað í fjölda stórmóta og í „long drive“ keppnum. Fyrst var FlightScope notað í sjónvarpi árið 2004 í Battle of the Bridges mótinu. Þar vakti tækið  mikla athygli þar sem fram komu upplýsingar um höggin hjá m.a. Tiger Woods og John Daly.

Verð;

30 min.  3500 kr.

60 min.  5000 kr.

 

Óli Barðdal tekur við tímapöntunum í síma 845 3401.

Golfkennsla des 2015

Categories: Óflokkað