Author: webnotandi

Úrslit í opna Friðriksmótinu

Opna minningarmót Friðriks J. Friðrikssonar var haldið á Hlíðarendavelli laugardaginn 10.júní s.l.

Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur með forgjöf í einum opnum flokki.

Keppendur komu víðsvegar að landinu og öttu kappi í ljómandi góðu veðri á frábærum Hlíðarendavelli sem skartaði sínu fegursta.

Veitt voru verðlaun fyrir 6 efstu sætin og einnig voru veitt nándarverðlaun fyrir að vera næst holu á 6/15 holu eftir upphafshögg og einnig næst holu á 9/18 í öðru höggi.

Arnar Geir Hjartarson var sigurvegari dagsins en hann sigraði í mótinu sjálfu og fór einnig heim með bæði nándarverðlaunin.

Þeir sem unnu til verðlauna voru þessi:

Nettó
1 Arnar Geir Hjartarson GSS 70
2 Jón Jóhannsson GÓS 71
3 Árný Lilja Árnadóttir GSS 71
4 Hjörtur Geirmundsson GSS 72
5 Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 74
6 Bergur Rúnar Björnsson GFB 75

Heildarúrslit mótsins er að finna á www.golf.is

Categories: Óflokkað

Minningarmót um Friðrik J. Friðriksson

Við minnum á opið golfmót á morgun til minningar um Friðrik lækni, einn af frumkvöðlum golfiðkunar á Sauðárkróki.

Leikfyrirkomulag er höggleikur með forgjöf.  Hámarksleikforgjöf karla er 24 og kvenna 28.

Mótið hefst stundvíslega klukkan 10:00 (Þáttakendur eru beðnir að mæta ekki seinna en kl. 9:45 við skálann)
Verðlaun fyrir að vera næst holu á flöt á 6/15. braut og næst holu í öðru höggi á 9./18. braut.

Ræst verður út á öllum teigum, skráning fer eftir „shotgun“ þar sem þú skráir þig í holl og á hvaða holu þú vilt byrja. Borgar sig að skrá sig sem fyrst og velja teig 🙂

Opið fyrir skráningu á golf.is til klukkan 20:00 föstudaginn 9. júní.

Categories: Óflokkað

Starfið komið á fullt – gagnlegar upplýsingar

Ágætu golfarar,

Núna er allt að komast í gang fyrir sumarið.

Sjoppan – Opnunartímar:
Mánudaga til föstudaga: 10:00 til 18:00 (Lengur meðan mót standa yfir á þriðjudögum og miðvikudögum)
Laugardaga og sunnudaga: 10:00 til 16:00 (Lengur þá daga sem mót eru haldin).

Árgjöld:
Þeir sem eiga eftir að ganga frá árgjöldum sumarsins eru beðnir um að drífa í því sem fyrst.

Nýliðanámskeið
Allir eru velkomnir á nýliðanámskeiðið sem hefst á fimmtudaginn 8. júní. Námskeiðið stendur saman af tveimur kennslustundum á viku (í fimm vikur, síðdegis á mánudögum og fimmtudögum). Nánari upplýsingar veitir Árný Lilja Árnadóttir í síma: 8499420

Rástímaskráning:
Við biðjum alla að skrá sig á rástíma á golf.is. Til þess þarf aðgang (Notendanafn og lykilorð).
Ef einhver vantar frekari upplýsingar eða aðstoð um þetta þá má hafa samband við undirritaðan.

Frjálsir föstudagar:
Áframhald verður á „frjálsum föstudögum“ en í fyrra prófuðum við að leyfa félagsmönnum að taka með sér gesti á föstudögum til að kynna golfvöllinn og íþróttina. Þau skilyrði sem við setjum er að gesturinn sé ekki í golfklúbbi og búi á svæðinu. Þetta er hugsað sem liður í kynningarstarfi sem allir félagsmenn geta tekið þátt í.

Categories: Óflokkað