Author: webnotandi
Tveir Stuttir sigra fyrsta árlega FISK mótið
Seinustu helgi, 15-16 júní, hélt Golfklúbbur Skagafjarðar sitt fyrsta árlega Opna FISK Mót. 20 lið hófu leik á laugardagsmorgun með glæsilegar teiggjafir í för. Hópurinn hélt síðan á Sauðá þar sem var glæsileg máltíð á borðstólum sem fylgdi keppnisgjaldinu.
Mótinu lauk svo á sunnudeginum þar sem sigurvegararnir tóku við verðlaunum. Einar Haukur sópaði saman nándarverðlaununum á laudardeginum og var næst holu bæði á 3/12 holu 189cm frá og á 6/15 holu 165cm frá. Á sunnudeginum létu konurnar heyra í sér og Ella Sigga vann nándarverðlaunin á 3/12 holu 24 cm frá og Guðrún Björg vann nándarverðlaunin á 6/15 holu 3,70 cm frá.
Tveir Stuttir, Sigmundur Jónsson og Davíð Hannes Sveinbjörnsson, tóku fyrsta sætið eftir hörku barátti við Gellurnar, Hildi Hebu Einarsdóttir og Ellu Siggu Þórðadóttur, sem enduðu í öðru sæti. SS og IO sem var samanskipað af Ingileif Oddsdóttur og Sævar Steingrímssyni, tóku þriðja sætið og skammt á eftir komu V-12, þau Sigurbjörg Sigurðardóttir og Búi Grétar Vífilsson. Fimmta sætið tóku svo heimakonurnar Halldóra Andrésdóttir Cuyler og Guðrun Björg Guðmundsdóttir í liðinu Ein á braut og hin út í móa og fá einnig heiðurinn að vera með skemmtilegasta liðsnafnið í mótinu.
Svakalega vel heppnað mót að baki og við vonumst til að taka á móti enn fleirum næsta ár!