Author: webnotandi

Kvennasveit GSS á Íslandsmóti Golfklúbba í 1.deild um næstu helgi.

Kvennasveit Golfklúbbs Sauðárkróks leikur á Íslandsmóti Golfklúbba 1.deild sem haldin verður dagana 26.-28.júlí n.k. 8 sveitir eru í deildinni. Sú nýlunda verður á keppninni er að leikið verður á tveimur völlum, hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og Golfklúbbnum Oddi (GO). 1. deild karla verður einnig leikin samtímis á þessum völlum.

Keppnisfyrirkomulagið er holukeppni þar sem 6 spila í einu þ.e. 4 tvímenningsleikir og 1 fjórmenningur.

Sveit Golfklúbbs Sauðárkróks skipa þær:

Anna Karen Hjartardóttir

Árný Lilja Árnadóttir

Dagbjört Hermundsdóttir

Hildur Heba Einarsdóttir

Sigríður Elín Þórðardóttir

Sólborg Hermundsdóttir

Telma Ösp Einarsdóttir

Liðsstjóri: Árný Lilja Árnadóttir

Liðin í 1. deild kvenna (riðill):

Golfklúbbur Reykjavíkur (A)
Golfklúbburinn Keilir (B)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðarbæjar (B)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (A)
Golfklúbbur Suðurnesja (A)
Golfklúbburinn Oddur (B)
Golfklúbbur Sauðárkróks (B)
Golfklúbbur Vestmannaeyja (A)

Hægt verður að fylgjast með stöðunni á www.golf.is þar sem uppfært verður að loknum hverjum leik.

Categories: Afreksstarf

Arnar Geir í 7.sæti í Indiana

Arnar Geir og félagar í Missouri Valley College spiluðu í Indiana á Purgatory Intercolligate mótinu í Noblesville 29.mars s.l. Upphaflega átti mótið að vera 2 dagar en vegna veðurs þá var seinni dagurinn felldur niður. 18 lið tóku þátt og 97 einstaklingar spiluðu. Arnar Geir spilaði flott golf og var á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og endaði í 7. sæti í einstaklingskeppninni og var með besta skor í sínu liði. Liðið endaði síðan í 3.sæti í mótinu.

Hérna má sá úrslitin í einstaklingskeppninni.

Categories: Afreksstarf

Arnar Geir og félagar enn á sigurbraut

Þriðja mótinu hjá Arnari Geir og félögum í Missouri Valley College lauk í gær. MVC Spring Invitational mótið var haldið á þeirra heimavelli, Indian Foothills Golf Course, Marshall, Missouri, 25-26 mars. Leiknar voru 36 holur og lönduðu þeir sigri á 569 höggum samtals. Hér má sjá úrslitin í liðakepnninni.

7 lið tóku þátt í keppninni og samtals 38 einstaklingar

Arnar Geir spilaði á 146 höggum (75-71) eða á +2 og endaði í 9.sæti í einstaklingskeppninni. Heildarúrslit í einstaklingskeppninni má sjá hér.

Næst halda þeir til Indiana þar sem þeir leika 29-30 mars.

Categories: Afreksstarf