Category: Mótanefnd

Meistaramót GSS 2022

Meistaramót GSS fór fram dagana 12.-16. júlí. Tæplega 60 þátttakendur tóku þátt í mismunandi flokkum. Keppt var í Meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2 flokki karla, háforgjafarflokki, öldungaflokki og barnaflokkum. Veður var mjög mismunandi í mótinu, fyrsti dagurinn var afleitur, það var hjá börnum og öldungum, annars hið besta veður.

Anna Karen Hjartardóttir vann öruggan sigur í Meistaraflokki kvenna. Í Meistaraflokki karla vann Arnar Geir Hjartarson einnig öruggan sigur. Þau systkinin eru því klúbbmeistarar GSS árið 2022.

Í fyrsta flokki kvenna sigraði Dagbjört Sísí Einarsdóttir. Í fyrsta flokki karla sigraði Tómas Bjarki Guðmundsson. Í öðrum flokki karla sigraði Róbert Óttarsson. Í öldungaflokki sigraði Guðrún Björg Guðmundsdóttir. Í háforgjafarflokki sigraði Auður Haraldsdóttir.

Nánari upplýsingar um verðlaunasæti eru á GolfBox.

Á laugardeginum var lokahóf í Ljósheimum þar sem verðlaun voru afhent og slegið á létta strengi.

Arnar Geir og Anna Karen
Meistarar GSS 2022
Tilþrif á teig.
Mynd: Hjalti Árnason

Categories: Félagsstarf Mótanefnd

Meistaramót GSS 2020

Meistaramót GSS fór fram dagana 8. – 11. júlí í góðu veðri á Hlíðarendaavelli sem var í toppstandi.  Þátttaka var góð og keppt í 7 flokkum.  Klúbbmeistarar GSS árið 2020 eru Arnar Geir Hjartarson og Anna Karen Hjartardóttir.  Mótinu lauk með verðlaunaafhendingu í lokahófi í golfskálanum þar sem snæddur var góður matur frá KK restaurant.
Nánari upplýsingar um úrslit eru á golf.is

Anna Karen og Arnar Geir klúbbmeistarar
Meistaramót GSS 2020: hluti keppenda
Öldungaflokkur:Reynir (2), Haraldur (1) og Sigmundur (3).
Annar flokkur kvenna. Rakel (3), Halldóra (1) og Sirrý (2)
Annar flokkur karla: Tómas (2), Guðni (1) og Guðmundur (3)
Fyrsti flokkur kvenna: Una Karen (2), Rebekka (1) og Hafdís (3)
Fyrsti flokkur karla: Hjörtur (2) og Magnús (1), á myndina vantar Friðjón (3).
Meistaraflokkur kvenna: Hildur (2), Anna (1) og Dagbjört (3)
Meistaraflokkur karla: Hlynur (2), Arnar (1) og Jóhann (3).

Categories: Félagsstarf Mótanefnd

50 ára afmælismót GSS

50 ára afmælismót GSS fór fram laugardaginn 27. júní. Þátttaka var frábær, 70 manns. Kylfingar glímdu við stífan vind úr ríkjandi átt framan af degi en svo lægði. Nýir teigar voru vígðir á fimmtu braut, sem gæti orðið uppáhaldsbraut margra við breytinguna. Þá voru ný glæsileg teigskilti tekin í notkun.  Keppendur voru ánægðir með völlinn, sérstaklega flatirnar sem eru í toppstandi. Vinningar voru glæsilegir í 6 verðlaunaflokkum og að auki voru nándarverðlaun og fjöldi útdráttarvinninga. Fyrirtæki sem styrktu mótið með vinningum voru TA Sport Travel, Úrval Útsýn, Jómfrúin, VÍS og Esja gæðafæði. Úrslit eru á síðu golfsambandsins golf.is en þess má geta að grípa þurfti til bráðabana í tveimur flokkum til að knýja fram úrslit.  Við verðlaunaafhendingu var boðið upp á glæsilega afmælisköku frá bakaríinu.  Allir skemmtu sér vel og fóru glaðir heim. 

Hluti keppenda á afmælismóti GSS. Alls voru 70 þátttakendur.
Afmæliskaka frá Sauðárkróksbakarí.

Categories: Félagsstarf Mótanefnd