Category: Óflokkað

JÓMFRÚARMÓTI ER FRESTAÐ!

Vegna veðurs og aðstæðna á Hlíðarendavelli hefur Jómfrúarmótinu, sem átti að vera Laugardaginn 8 júní, verið frestað. Mótarnefnd mun uppfæra Golfboxið og láta vita um leið og ný dagsetning hefur verið ákveðin.

Categories: Óflokkað

Tveir LaaLaa Sigra KS Mótið 2024

Laugardaginn 1 júní var árlega KS mótið haldið á Hlíðarendavelli þar sem tveir keppendur mynda lið og keppa saman í Texas Scramble stíl. Alls tóku þátt 48 keppendur í 24 liðum, þar á meðal 14 keppendur frá öðrum klúbbum sem voru meðal annars Golfklúbbur Siglufjarðar, Golfklúbbur Suðurnesja, Golfklúbbur Fjallbyggðar, Golfklúbbur Hamar Dalvík, og Golfklúbbur Setberg. Keppendur upplifðu allar árstíðarnar á meðan mótinu stóð þar sem sól, vindur, rigning, og snjór skiptust á að gera vart við sig á vellinum.

Í 5. sæti var liðið Bjarnarson/Aðalsteinsdóttir sem voru á 66 höggum nettó. Í því liði voru þau Friðjón Bjarnason og Auður Aðalsteinsdóttir. 4-2 sæti voru öll með 65 högg nettó. 4. sætið tók liðið Harris með þeim Gunnlaug Stefán Guðleifssyni og Benedikt Þorsteinssyni. 3. sætið tók liðið Gamla Settið með þeim Sigríði Ingvarsdóttur og Daníel Gunnarssyni. 2. sætið tóku þeir Óskar Karel Snæþórsson og Snæþór Vernharðsson í liðinu Tengdir.

Að lokum, á 62 höggum nettó tóku þeir Ragnar Ágústsson og Markús Máni Gröndal 1. sætið í liðinu Tveir LaaLaa.

Í mótinu voru þó fjölmörg lið með skemmtileg og frumleg liðsnöfn og því vil undirskrifuð nefna topp 3 frumlegustu og skemmtilegustu liðsnöfnin (að hennar mati): 3. Móafarar, með Haraldri Friðriksyni og Guðmundi Ragnarssyni. 2. Hetjur Hafsins með Helgu Jónínu Guðmundóttur og Guðmundi Ágúst Guðmundssyni. 1. Hvolpasveitin með Hannesi Inga Mássyni og Róbert Óttarssyni.

Við þökkum öllum þeim sem komu og byrjuðu golfsumarið með stæl með okkur í GSS!

Tveir LaaLaa taka við verðlaunum fyrir fyrsta sætið frá mótarnefnd.
Tengdir aka við verðlaunum fyrir annað sætið frá mótarnefnd.
Gamla Settið taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið frá mótarnefnd.
Harris aka við verðlaunum fyrir fjórða sætið frá mótarnefnd.
Bjarnarson/Aðalsteinsdóttir taka við verðlaunum fyrir fimmta sætið frá mótarnefnd.

Categories: Óflokkað