Covid 19
Samkomubann frá og með 16. mars hefur áhrif á starf GSS með eftirfarandi hætti:
- Formlegar æfingar GSS falla niður.
- Tímar eldri kylfingar falla niður, en þeir áttu að vera á Flötinni á mánudögum kl 10 – 12.
- Inniaðstaðan er opin félagsmönnum en fara skal að fyrirmælum yfirvalda um sóttvarnir og hegðun í samkomubanni. Félagsmenn æfa á eigin ábyrgð.
- Skemmtikvöldi og kynningu á Golfbox er frestað um óákveðinn tíma.
- Æfingar barna og unglinga falla niður á meðan samkomubann varir, sbr. tilkynningu frá barna- og unglinganefnd GSS:
„Kæru foreldrar,
Barna- og unglinganefnd GSS hefur tekið þá ákvörðun að fella niður allar golfæfingar á meðan samkomubannið varir. Ástæðan er m.a. sú að við sjáum ekki fram á að geta framfylgt leiðbeiningum sóttvarnarlæknis varðandi tveggja metra fjarlægð á milli einstaklinga á æfingum. Að auki fá mörg barnanna lánaðar kylfur hjá okkur og eru oft á tíðum að skiptast á.
Við fylgjumst áfram með tilkynningum frá Almannavörnum, sóttvarnalækni og landlæknisembættinu og látum ykkur vita ef við sjáum fram á að geta hafið æfingar að nýju.
Við hvetjum ykkur til að huga vel að ykkur og fara varlega.
Bestu kveðjur til ykkar og krakkanna frá okkur öllum í nefndinni og þjálfurunum.“