Hákon Ingi og Arnar Geir Norðurlandsmeistarar
Sunnudaginn 1. september var lokamót Norðurlandsmótaraða barna-og unglinga haldin á Jaðarsvelli á Akureyri. Jafnframt voru Norðurlandsmeistarar í öllum flokkum krýndir. Að venju átti Golfklúbbur Sauðárkróks fjölda keppenda á mótinu. Hákon Ingi Rafnsson sigraði mótið í flokki 12 ára og yngri og sigraði hann þar með í öllum 4 mótum sumarsins í flokknum, sannarlega glæsilegt hjá honum. En eins og áður segir voru Norðurlandsmeistarar krýndir í þessu móti einnig. Þar telja 3 bestu mótin af 4. Golfklúbbur Sauðárkróks eignaðist tvo Norðurlandsmeistara að þessu sinni en það voru þeir Hákon Ingi Rafnsson í flokki 12 ára og yngri og Arnar Geir Hjartarson sem var Norðurlandsmeistari í flokki 17-18 ára pilta. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þeim félögum.
Myndir frá mótinu verður að finna fljótlega á Facebook síðunni „Golfmyndir GSS“.