Inniæfingar barna og unglinga

Golfklúbbur Skagafjarðar á 50 ára afmæli í ár og í tilefni þess munum við leggja okkur fram við að hafa starfið sérstaklega viðburðaríkt og skemmtilegt 🌟

Við hefjum starfsárið þriðjudaginn 14. janúar með inniæfingum á Flötinni.

Æfingarnar verða sem hér segir:

1-2. bekkur, þriðjudagar kl. 16:30 – 17:20

3-4. bekkur, þriðjudagar kl. 17:30 – 18:30

5. bekkur og eldri, miðvikudagar kl. 18:00 – 19:30

Telma Ösp Einarsdóttir mun sjá um æfingarnar og mun Arnar Freyr Guðmundsson aðstoða hana með báða yngri hópana.

Skráning mun fara fram á Nóra og munum við tilkynna þegar opnað hefur verið fyrir skráningu.

Við erum orðin ofurspennt fyrir nýju golfári og vonumst til að sjá krakkana sem flest í næstu viku.

Unglinganefndin

Categories: Börn og unglingar