Jólamót í golfherminum
Jólamót í golfherminum 27. – 29 desember
Leikið verður á Castle pines v2 vellinum
Þessi glæsilegi völlur er hannaður af Jack Nicklaus.
Lengd af bláum teigum 6253 m Lengd af rauðum teigum 4945 m
Forsendur ásamt nánari upplýsingum auglýst í herminum.
Leikmenn: Konur og öldungar (70+) leika af rauðum teigum
Karlar leika af bláum teigum (mism. á rauðum og bláum teigum er 1308 m)
Keppnisfyrirkomulag: Höggleikur með og án forgjafar. Ein verðlaun, ostakarfa, veitt í hvorum flokki. Styrktaraðili mótsins er Hlíðarkaup.
Við útreikning á forgjöf leikmanns er miðað við grunnforgjöf hans og hækkar aukastafur ,5 og hærra leikforgjöf upp í næstu heilu tölu en ,4 og lægra lækkar leikforgjöf niður í næstu heilu tölu.
Gert er ráð fyrir að þriggja manna holl leiki þennan völl á innan við þremur tímum.
Keppnisgjald: Kr. 1.000.- (ekkert gat á gatakort)
Skráning í mótið fer fram hjá Guðmundi Ragnarssyni í síma 893-5601 og geta keppendur valið leiktíma miðað við það sem hér kemur á eftir:
Föstudaginn 27. desember geta 5 holl spilað, kl. 10, 13, 16, 19 og 22.
Laugardaginn 28. desember geta 5 holl spilað, kl. 9, 12, 15, 18 og 21.
Sunnudaginn 29. desember geta 3 holl spilað, kl. 10, 13 og 16.
Skráningu lýkur kl. 18:00 fimmtudaginn 26. desember n.k. (annar í jólum)
Óski fleiri eftir að taka þátt í mótinu en rými er fyrir samkvæmt ofangreindu áskilur golfhermisstjórnin sér rétt til að bæta við rástímum sunnudaginn 29. desember n.k.
Keppendur skulu sjálfir færa skorkort, skráð af skjánum, og fá þeir það í hendur áður en leikur hefst. Að leik loknum kvitta leikmenn undir.
Minnum einnig á að hægt er að kaupa tíma í herminn á sérstöku tilboði, sem gildir fram að jólum.