Karlasveit GSS sigurvegarar í 4.deild

IMG_1055Golfklúbbur Sauðárkróks spilaði í 4.deild karla á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysuströnd s.l. helgi.

Sveitina skipuðu þeir Arnar Geir Hjartarson, Brynjar Örn Guðmundsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hlynur Freyr Einarsson, Ingvi Þór Óskarsson og Jóhann Örn Bjarkason.

Fyrsti leikur á föstudeginum var gegn Þorlákshöfn. Elvar Ingvi og Ingvi Þór spiluðu fjörmenning og sigruðu 7/6. Arnar Geir og Jóhann Örn spiluðu tvímenning og unnu báðir sína leiki 4/3. Seinni leikur föstudagsins var gegn heimamönnum á Vatnsleysuströnd. Elvar Ingi og Ingvi Þór spiluðu fjörmenning og töpuðu 2/0. Arnar Geir og Jóhann Örn spiluðu tvímenning. Arnar Geir sigraði 4/3 en Jóhann Örn tapaði 1/0.

Fyrri leikurinn á laugardaginn var gegn Mostra frá Stykkishólmi. Elvar Ingi og Brynjar Örn spiluðu fjórmenning og sigruðu 6/5. Arnar Geir og Jóhann Örn spiluðu tvímenning og þar sigraði Arnar Geir í sínum leik 8/7 og Jóhann Örn sigraði í sínum leik 4/2. Seinni leikurinn á laugardaginn var því gegn Golfklúbbi Bakkakots sem sigraði í A-riðli. Þetta var því úrslitaleikur um hvort þessara liða myndi leika í 3.deild að ári. Hörkuviðureignir voru í öllum þessum leikjum og mjög gott golf var leikið af öllum kylfingum í báðum klúbbum. Það fór hins vegar þannig að GSS sigraði í öllum leikjunum. Elvar Ingvi og Ingvi Þór spiluðu fjörmenning og sigruðu 2/1. Arnar Geir og Jóhann Örn spiluðu tvímenning og þar sigraði Arnar Geir 2/1 og Jóhann Örn sigraði 3/2. Þar með var sæti í 3.deild tryggt að ári.

Síðasti leikurinn var því á sunnudeginum þar sem spilað var um 1. og 2. sætið í deildinni. Þar spilaði GSS aftur við heimameinn í GVS. Þar snérist dæmið við frá föstudeginum og GSS hafði sigur í öllum leikjunum nokkuð örugglega. Jóhann Örn og Hlynur Freyr spiluðu fjórmenning og sigruðu 2/1. Brynjar Örn og Ingvi Þór spiluðu tvímenning og þar sigraði Brynjar Örn sinn leik 7/5 og Ingvi Þór sigraði 4/2.

Golfklúbbur Sauðárkróks sigraði því í 4.deild og leikur í 3.deild á næsta ári. Flottur árangur hjá strákunum það.

 

Úrslit í öllum leikjum 4.deildar má finna hér:

https://docs.google.com/spreadsheet/pub?key=0AuRwXcZkTCnDdHZKZzE0UHJqZFdoNFZMcXY2SUtHX1E&gid=9

Categories: Óflokkað