Holukeppnismeistari og lokamót sumarsins
Núna þegar farið er að hausta er ekki úr vegi að fara yfir starfið undanfarnar vikur.
Úrslitin í holukeppni réðust í lok ágúst og var það Rafn Ingi Rafnsson sem er holukeppnismeistari GSS árið 2019. Hann hafði betur í spennandi leik á móti Telmu Ösp Einarsdóttur. Holukeppnin er afar skemmtilegt fyrirkomulag þar sem allir hafa jafna möguleika þar sem full forgjöf er tekin inn í spilið.
Opna Advania var haldið 1. september. Skemmtilegt mót þar sem fyrirkomulagið var betri bolti. Sigurvegarar voru þau Telma Ösp Einarsdóttir og Hjörtur Geirmundsson.
Advania er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa staðið með okkur að mótahaldi í sumar. Við í GSS erum afar þakklátt þeim fyrirtækjum sem styrkja okkur með einum eða öðrum hætti.
Barna- og unglingastarfið hefur verið öflugt í sumar.
Farið var í vel heppnaða skemmtiferð til Akureyrar þann 6. september þar sem börn og foreldrar skelltu sér á skauta, í sund og svo var Pizzuhlaðborð.
Almenn ánægja var með ferðina og gaman þegar farið er í svona ferðir til að efla andann.
Síðasta mótið í Norðurlandsmótaröðinni var þann 15. september.
GSS átti samtals 9 keppendur á lokamótinu á Akureyri en í mótaröðinni í
heild í sumar áttum við 18 þátttakendur.
Keppendur GSS röðuðu sér í verðlaunasæti á lokamótinu: Telma Ösp var efst
í flokki 18-21 árs stúlkna, Hildur Heba Einarsdóttir var í öðru sæti í flokki
15 – 17 ára stúlkna, Anna Karen Hjartardóttir var í öðru sæti í flokki stúlkna
14 ára og yngri.
Heildarkeppnin kallast Norðurlandsmeistarinn. Þá er tekin saman besti samanlagður árangur á 3 mótum í sumar, reiknuð stig fyrir hvert sæti. Klúbburinn eignaðist tvo Norðurlandsmeistara þetta árið. Telma Ösp Einarsdóttir varð stigameistari í flokki 18-21 árs stúlka og Anna Karen Hjartardóttir í flokki 14 ára og yngri þar sem hún deildi stigameistaratitlinum með Köru Líf Antonsdóttur úr GA. Hildur Heba Einarsdóttir í 2 sæti í stúlknaflokknum 15-17 ára og Una Karen Guðmundsdóttir var í 3. sæti í sama stúlknaflokki, þ.e. 14 ára og yngri. Í ár voru það bara stelpurnar okkar sem náðu á pall í heildar mótaröðinni. Strákarnir voru samt nokkrir nálægt því .