Meistaramóti GSS lokið

Meistaramóti GSS 2018 lauk nú um helgina
Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks í flokki fullorðinna var haldið 4-7.júlí.
Keppt var í nokkrum flokkum og var þátttaka með ágætum í flestum þeirra.
Veðrið var með ágætum alla dagana þrátt fyrir að veðurspár voru ekki sammála, og voru veður spár mun verri en varð í raun. Spilaðar voru 72 holur á fjórum dögum í öllum flokkum nema öldungaflokki kvenna þar sem spilaðar voru 54 holur.
Hlíðarendavöllur er í sína besta standi eins og síðastliðið sumar og ástæða til að hvetja fólk til að skella sér á völlinn.
Lokahóf meistaramóts var síðan haldið í Golfskálanum laugardagskvöldið 7.júlí.
Klúbbmeistarar GSS að þessu sinni urðu þau Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson.
En helstu úrslit og skor voru eftirfarandi:


Meistaraflokkur karla:
1. sæti. Arnar Geir Hjartarson 317 högg.
2. sæti. Brynjar Örn Guðmundsson 322 högg
3. sæti Jóhann Örn Bjarkason 328 högg


Meistaraflokkur Kvenna:
1. sæti. Árný Lilja Árnadóttir 331 högg
2. sæti. Hildur Heba Einarsdóttir 366 högg
3. sæti. Sigríður Elín Þórðardóttir 374 högg, en hún varð í 3. sæti eftir umspil við Dagbjörtu Rós Hermundardóttir.


1. flokkur karla.
1. sæti. Guðmundur Þór Árnason 353 högg
2. sæti. Andri Þór Árnason 359 högg
3. sæti. Friðjón Bjarnason 368


2. flokkur karla.
1, sæti. Þórhallur Rúnar Rúnarsson 448 högg
2. sæti. Pétur Björnsson 588 högg


Öldungaflokkur kvenna.
1. sæti. Ólöf Herborg Hartmannsdóttir 318 högg
2. sæti. Hafdís Skarphéðinsdóttir 334 högg
3. sæti. Kristrún Snjólfsdóttir 384 högg

Categories: Mótanefnd