Ólafshúsmótaröðin ,,Besta hola“

Leikfyrirkomulag ,,Bestu holu“ 2014 er höggleikur með forgjöf.  Keppendur skrá höggafjölda án forgjafar og í lok sumars er keppnin gerð upp með leikforgjöf kylfings á Hlíðarenda eftir síðasta Ólafshúsmótið sem er 20. ágúst.

Keppendur verða að taka þátt í minnst sex mótum til að klára skorkortið því að hámarki er leyfilegt að skrá þrjár holur í móti.

GSS félagar eru hvattir til að taka þátt í þessum skemmtilega leik.

Ólafshús er styrktaraðili mótaraðarinnar.

 

Categories: Óflokkað