Púttmótaröð GSS á fimmtudagskvöldum í vetur
Eins og áður hefur komið fram mun GSS standa fyrir púttmótaröð í inniaðstöðunni Borgarflöt 2 á Sauðárkróki undir yfirskriftinni „Sjónvarpslausir fimmtudagar“. Öllum er heimilt að koma og taka þátt í púttmótinu og kostar 500 krónur í hvert mót, en innifalið kaffi og veitingar ef þannig stendur á.
Á hverju fimmtudagskvöldi frá 19:30-21:30 verður inniaðstaðan opin og mótið spilað á þeim tíma. Leiknir verða 4 hringir á púttvellinum 36 holur og er líklegt að það taki frá 40 mínútum til klukkutíma að spila holurnar.
Mótin verða haldin á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19:30-21:30, nema annað sé auglýst sérstaklega.
Miðað er við að 4 mót séu í hverjum mánuði og telja 3 þau bestu til verðlauna.
Þátttaka á hverju fimmtudagskvöld kostar kr.500,-.
Leiknar verða 36 holur hverju sinni og er fjöldi högga skráður eftir hverjar 9 holur á skráningarblað. A.m.k. 2 spila saman. Að loknum 36 holum staðfestir meðspilari réttan höggafjölda á skráningarblaðið.
Heimilt er að leika 9 holu æfingahring áður en keppni hefst.
Ef bolti fer út fyrir jaðar púttvallar er honum stillt upp þar sem hann fór út af gegn einu vítishöggi.
Verðlaun eru veitt fyrir 4 efstu sætin í hverjum mánuði og eru verðlaun sem nemur 50% af innkomu mótanna í mánuðinum.
Ef fleiri en 1 eru jafnir í sætum er bráðabani ef keppendur eru á svæðinu, annars er hlutkesti látin ráða.