Bænda- og feyjuglíman verður laugardaginn 14. september n.k.

Athygli er vakin á því að Bænda- og freyjuglíman verður laugardaginn 14. september. Leikfyrirkomulag er punktakeppni með forgjöf.  Bændur og freyjur skipa lið, hollin skipa lið, og allir keppa við alla.  Keppendur þurfa að vera mættir klukkan 9:45 í skála.  Ræst út á öllum teigum klukkan 10:00.

Pizzahlaðborð að leik loknum og verðlaunafhending.

Þátttökugjald er kr. 3500 (mótsgjald og pizzahlaðborð).

Þá verða sigurvegarar í Ólafshúsmótaröðinni og Holukeppninni verðlaunaðir.

Categories: Óflokkað

Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfsins

Uppskeruhátíð Golfklúbbs Sauðárkróks var haldin mánudaginn 9.september á Hlíðarendavelli.

 

Uppskeruhátíð 2013

Ljómandi góð mæting var, bæði iðkendur og foreldrar. Farið var yfir starfið í sumar og farið yfir helstu viðburði sumarsins.  Hægt er að skoða þetta allt saman á heimasíðunni www.gss.is en við höfum verið mjög dugleg við að birta þaðan fréttir og myndir úr starfinu í allt sumar.

Við skelltum á laufléttri púttkeppni og urðu úrslitin þau að Þórgunnur Þórarinsdóttir sigraði í 10 ára og yngri flokknum, Hákon Ingi Rafnsson sigraði í 11-14 ára flokknum og í 15 ára og eldri flokknum sigraði Aldís Ósk Unnarsdóttir.

Allir iðkendur fengu gjöf frá KPMG og Golfklúbbnum.

Síðan voru veittar viðurkenningar eftir sumarið.

Fyrir bestu ástundun fengu þau Aldís Ósk Unnarsdóttir, Arnar Freyr Guðmundsson og Hildur Heba Einarsdóttir.  Fyrir mestu framfarir fengu þau Telma Ösp Einarsdóttir og Hákon Ingi Rafnsson viðurkenningu. Að lokun voru bestu kylfingarnir útnefndir. Það voru þau Matthildur Kemp Guðnadóttir og Elvar Ingi Hjartarson.

Að endingu var svo heljarinnar pizzuveisla fyrir allan hópinn og allir fóru glaðir og sælir heim.

Myndir frá uppskeruhátíðinni er að finna á facebokk síðunni „Golfmyndir GSS“

 

 

Categories: Óflokkað

Úrslit í opna Advania mótinu

Flestir keppendur ásamt verðlaunahöfum í opna Advania mótinu

Opna Advania mótið í golfi var haldið á Hlíðarendavelli laugardaginn 7. september. Mótið var með Texas scramble fyrirkomulagi þar sem tveir eru saman í liði. Forgjöf beggja er lögð saman og síðan er deilt með 5.   15 lið voru skráð til leiks eða samtals 30 kylfingar.  Völlurinn var í frábæru standi og hefur sjaldan litið betur út en sterkur sunnanvindur þvældist aðeins fyrir keppendum. Veitt voru verðlaun fyrir 5 eftstu sætin og einnig voru veitt aukaverðlaun. En úrslitin urðu sem hér segir :

1. Ingvar Gunnar Guðnason og Magnús Gunnar Gunnarson GSS 66 högg nettó

2. Elvar Ingi Hjartarson og Hjörtur Geirmundsson GSS 70 högg nettó

3. Þröstur Friðfinnson og Atli Freyr Marteinsson GSS 71 högg nettó

4. Guðmundur Árnason og Ólöf Hartmannsdóttir GSS 72 högg nettó

5. Björn Sigurðsson og Dagbjört Hermundsdóttir GSS 72 högg nettó

Aukaverðlaun:

Lengsta upphafshögg á 9/18 braut – Hákon Ingi Rafnsson GSS

Næstur holu á 6/15braut Elvar Ingi Hjartarson GSS 1,66m.

 

Categories: Óflokkað