Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð fyrir golfskólann og barna og unglingastarfið almennt verður n.k. mánudag 9.september í golfskálanum og hefst kl.17:30.  Hafið með ykkur pútter, það verður smá púttmót. Allir iðkendur fá gjöf og einnig verða veittar viðurkenningar. Og að sjálfsögðu verða einnig veitingar í lokin. Við vonumst til að sjá alla sem hafa verið í starfinu í sumar. Endilega látið þetta berast.

Categories: Óflokkað

Advania mótið laugardaginn 7.september

Opna Advania mótið verður laugardaginn 7.september n.k.

Leikið verður með Texas scramble fyrirkomulagi.  Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28.  Leikforgjöf er fundin með því að leggja saman forgjöf pars og deila með 5.

Verðlaun verða veitt fyrir:

Fimm efstu sætin.

Nándarverðlaun á 6/15 braut fyrir næst holu á flöt. 

Fyrir lengsta teighögg á 9/18 braut á snöggslegnu svæði.

Ræst verður út á öllum teigum klukkan 10:00.  Keppendur þurfa að vera mættir í skála klukkan 9:45.

Skráning á golf.is og í síma 8946010.

Mótsgjald er 6000 fyrir parið.

 

Categories: Óflokkað

Hákon Ingi og Arnar Geir Norðurlandsmeistarar

Norðurlandsmeistarar 2013
Arnar Geir og Hákon Ingi eru Norðurlandsmeistarar 2013

Sunnudaginn 1. september var lokamót Norðurlandsmótaraða barna-og unglinga haldin á Jaðarsvelli á Akureyri. Jafnframt voru Norðurlandsmeistarar í öllum flokkum krýndir. Að venju átti Golfklúbbur Sauðárkróks fjölda keppenda á mótinu. Hákon Ingi Rafnsson sigraði mótið í flokki 12 ára og yngri og sigraði hann þar með í öllum 4 mótum sumarsins í flokknum, sannarlega glæsilegt hjá honum. En eins og áður segir voru Norðurlandsmeistarar krýndir í þessu móti einnig. Þar telja 3 bestu mótin af 4. Golfklúbbur Sauðárkróks eignaðist tvo Norðurlandsmeistara að þessu sinni en það voru þeir Hákon Ingi Rafnsson í flokki 12 ára og yngri og Arnar Geir Hjartarson sem var Norðurlandsmeistari í flokki 17-18 ára pilta. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þeim félögum.

Myndir frá mótinu verður að finna fljótlega á Facebook síðunni „Golfmyndir GSS“.

Categories: Óflokkað