Golfkylfur frá Titleist og Ping

Vegna samninga við birgja getum GSS nú boðið golfkylfur frá Titleist og Ping á verði sem er sambærilegt eða lægra en þekkist í golfbúðum í Reykjavík. Nú er hægt að prufa Ping I-25 kylfur. Ping driver og Ping kvennakylfur með því að hafa samband við Elvar Inga Hjartarson, sem mun sjá um að halda utan um lán á kylfunum.

 

Categories: Óflokkað

Golfkennsla – fjölbreytt námskeið

                     
Mark Irving golfkennari kynnir

 

Fjölbreytt golfkennsla

Það sem kennt verður:

5 x 45 mín. golfkennsla

1. Löngu höggin, löng járn, brautarkylfur og upphafshögg

2. Stutta spilið, vipp ofl.

3. Hvernig á að slá úr sandglompu

4. Púttkennsla

5. Högg úr erfiðum aðstæðum

Hámark 6 einstaklingar, lágmark  4 einstaklingar

Verð pr. þátttakanda er kr. 8.000,-

Námskeiðið hefst mánudaginn 29. júlí kl.19:00 – næstu tímar ákveðast af hópnum í samráði við golfkennara.

Skráðu þig strax eða í síðasta lagi 28.júlí  kl.16.00.

(Því ekki að búa til þinn eiginn hóp af 4 eða 6 golfurum ?)

Hægt er að panta tíma hjá Mark í síma 661 7827 eða í netfanginu  Einnig er hægt að hafa samband við golfskála og hringja í síma

453 5075

                                                                       e-mail: progolf@sport.dk

Categories: Óflokkað